Þingmaður lagði til þingfrumvarp á mánudag sem auðveldar almennum borgurum að ganga með skotvopn í fylkinu. Verði frumvarpið samþykkt verður fallið frá kröfu um skotvopnaleyfi og þjálfun til að bera vopn á almannafæri.

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er búinn að lýsa því yfir að hann sé tilbúinn að styðja við frumvarpið sem ætti að auðvelda leið þess í gegnum stjórnsýslukerfið.

Demókratar hafa lýst yfir andúð sinni á lagafrumvarpinu þar sem það eigi aðeins eftir að hafa slæm áhrif á svæði sem sé fyrir að glíma við vandræði í tengslum við fjölgun skotárása.

Samkvæmt núverandi regluverki geta einstaklingar gengið inn í skotvopnabúð og keypt sér vopn án þess að þurfa að taka skotvopnapróf en til þess að bera vopnin á almannafæri þarf að standast prófið.

Hluti skotvopnaleyfisins er að yfirvöld fái heimild til að rannsaka bakgrunn einstaklingsins ásamt því að fara fram á að hann gangist undir æfingar í skotvopnanotkun.