Hópur fólks sem stendur að Face­book-hópnum „Að­för að heilsu kvenna“ birti í dag heil­síðu í bæði Frétta­blaðinu og Morgun­blaðinu og kalla eftir því að sýni sem voru tekin fyrir leg­háls­skimun og send til Dan­merkur verði fengin aftur heim.

Face­book-hópurinn var stofnaður í febrúar á þessu ári eftir að sýni sem tekin eru til krabba­meins­skimana voru flutt til Dan­merkur eftir að þjónustan var flutt frá Krabba­meins­fé­laginu og á heilsu­gæslu­stöðvar um allt land.

„Við treystum öll á að njóta á hverjum tíma bestu heil­brigðis­þjónustu sem unnt er að veita hverju sinni. Í hálft ár hefur staðan í skimunum og rann­sóknum fyrir leg­háls­krabba­meini verið ó­á­sættan­leg að mati sér­fræðinga og not­enda þjónustunnar. Á þetta hefur í­trekað verið bent, án þess að við­hlítandi svör berist,“ segir í aug­lýsingunni.

Erna Bjarna­dóttir, ein þeirra sem stofnaði hópinn, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að það sé auð­vitað engin til­viljun að aug­lýsingin hafi birst í dag, á kven­réttinda­daginn 19. júní.

„Við erum löngu búin að panta heil­síður þennan dag,“ segir Erna en safnað var fyrir aug­lýsingunni í Face­book-hópnum.

Í aug­lýsingunni má sjá and­lit fjölda fólks sem stendur að baki aug­lýsingunni en Erna segir að þeim hafi borist miklu fleiri myndir en þau þurftu.

Erna segir að hún finni fyrir því að málið sé rætt víða, á spítalanum, í heilsu­gæslu og í ráðu­neytinu, en að lítið sé rætt við not­endur kerfisins og þess saknar hún.

„Það er enginn að tala við okkur sem stýrum hópnum eða konur al­mennt. Það er enginn sem hefur snúið sér til okkar og spurt hvernig hægt sé að vinna aftur traust kvenna,“ segir Erna og segir að þess vegna hafi aug­lýsingin endað á orðunum:

„Ljóst er að nú­verandi ó­fremdar­á­stand ógnar heilsu kvenna á Ís­landi. Við það verður ekki unað. Við krefjumst þess að sýnin verði færð heim til rann­sókna og að komið verði fram með trausta á­ætlun um raun­veru­legar úr­bætur. Það verði gert án tafar.“

Auglýsingin sem var í blaðinu í dag.