Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hvetur Björgunarfélag Hornafjarðar og starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs til að taka höndum saman og finna umhverfisvænni leiðir en flugeldasýningar til að efna til þess háttar viðburða við Jökulsárlón í framtíðinni.

Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir flugeldasýningum við Jökulsárlón fimm ár fram í tímann en stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leggst gegn því og veitir því aðeins leyfi fyrir þetta ár og það næsta.

Þá er vakin er athygli á skýrslu nokkurra ráðherra í bókun stjórnar þjóðgarðsins um hvernig megi draga úr neikvæðum áhrifum.