Bólu­setningabíll heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins fór í sína fyrstu heim­sókn í dag. Sig­ríður Jóhanna Sigurðar­dóttir, verk­efna­stjóri bólu­setningar hjá heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir að tvær heim­sóknir hafi verið á á plani í dag en önnur heimsóknin féll niður vegna Covid-smits sem greindist á vinnustaðnum.

Hún segir að hægt verði að bóka bílinn alla virka daga á milli 9 og 15 næstu þrjár vikurnar.

„Við verðum með þetta í gangi næstu tvær til þrjár vikurnar og þá verðum við búin að sjá hvort það er frekari þörf fyrir bílinn,“ segir Sig­ríður Jóhanna.

Á þeim vinnu­stöðum sem eru heim­sóttir er fólk búið að skrá sig en einnig er í boði að fá við­tal frá sér­fræðingum og fá fræðslu og spjall um bólu­setningar.

„Ég held að það sé full þörf á þessu. Það eru hópar sem ekki eru bein­tengdir í okkar sam­fé­lag. Sem fer ekkert endi­lega á vef heilsu­gæslunnar í leit að upp­lýsingum. Við þurfum að færa bólu­setningarnar og fræðsluna betur til fólksins,“ segir Sig­ríður Jóhanna.

Hún segir að í bílnum verði aðal­lega leitast eftir því að hitta þau sem eru óbólu­sett. Boðið verður upp á bæði bólu­efni Jans­sen og bólu­efni Pfizer og fólk getur valið þeirra á milli.

Hægt verður að bólu­setja í bílnum sjálfum en að sögn Sig­ríðar Jóhönnu hafa ein­hverjir vinnu­staðanna sem hafa bókað hann boðið þeim að koma inn á kaffi­stofu og setja upp að­stöðu þar.

„Við verðum ekkert endi­lega í bílnum þótt að það sé hægt að bólu­setja þar.“

Bólu­setningabíllinn sjálfur er sjúkra­bíll sem er búið að merkja sér­stak­lega þannig hann ætti ekki að fara fram hjá neinum. Þá er hann sérútbúinn til að flytja bóluefni og til að hægt sé að bólusetja fólk þar inni.

Sig­ríður Jóhanna segir að fyrir­komu­lagið verði þannig að hægt sé að bóka bílinn en að þegar hann er ekki að störfum þá verði starfs­fólk hans við störf í Laugar­dals­höll.

Fyrir­tæki geta bókað heim­sókn bólu­setninga­bílsins í síma 513-5000 eða á bolu­setning@heilsuga­eslan.is.

Bíllinn er vel útbúinn.
Fréttablaðið/Ernir