Nauð­syn­legt er að grípa til harðari að­gerða gegn kyn­ferðis­brota­mönnum og þyngja refsingar. Þetta kom fram í máli þing­manna á Inatsisar­tut, græn­lenska þinginu, í um­ræðum um málið fyrir skömmu. Þetta kemur fram í frétt dag­blaðsins Sermitsiaq.

Í máli þeirra kom fram að það væri ó­boð­legt að dæmdir kyn­ferðis­brota­menn gengu lausir meðan þeir biðu af­plánunar. Í jafn litlu sam­fé­lagi og Græn­landi, þar sem búa um 57 þúsund manns, væru miklar líkur á því að þol­endur gengu fram á ger­endur á förnum vegi. Hertar refsingar við slíkum brotum væru þarf­legar.

„Þol­endur ná sér oft aldrei. Ég veit um til­felli þar sem þolandi getur ekki komist hjá því að hitta gerandann þar sem hann þarf að bíða í ár eftir að hefja af­plánun. Það er mjög al­var­legt að þol­endur eigi það á hættu að mæta gerandanum,“ sagði Jens Naapa­atooq, þing­maður Siumut.

„Það eru senni­lega engar ýkjur að segja að gerandinn og þolandinn búi hlið við hlið í sama þorpi eða bæ stuttu eftir að brot eru framin,“ sagði sam­flokks­maður hans Anders Ol­sen. Það væri þyngra en tárum taki að börn væru þol­endur kyn­ferðis­of­beldis. Að­gerðir í mála­flokknum fram til þessa hefðu litlu skilað.