Fjöl­skyld­a Em­metts Till, fjór­tán ára drengs sem dökk­ur á hör­und og var num­inn á brott, pínd­ur og drep­inn í borg­inn­i Mon­ey í Miss­iss­ipp­i-fylk­i árið 1955, krefj­ast þess hvít kona sem átti þátt í mál­in­u verð­i hand­tek­in eft­ir að göm­ul hand­tök­u­heim­ild henn­i á hend­ur kom í ljós.

Kon­an er nú á ní­ræð­is­aldr­i, en hún var 21 árs göm­ul þeg­ar Till var myrt­ur. Þrátt fyr­ir heim­ild­in­a var hún aldr­ei hand­tek­in. Pol­it­ic­o fjall­ar um mál­ið.

Með­lim­ir í í Em­mett Till-minn­ing­ar­sjóðn­um (e. Em­mett Till Leg­a­cy Fo­und­a­ti­on) og skyld­menn­i hans voru að leit­a gagn­a í mál­in­u í hér­aðs­stjórn­ar­bygg­ing­u í Miss­iss­ipp­i og fund­u um­rædd­a hand­tök­u­heim­ild.

Kon­an sem sak­að­i Till um ó­við­eig­and­i hegð­un


Heim­ild­in bein­ist að Car­o­lyn Bry­ant Donh­am sem sak­að­i hinn fjór­tán ára Till um ó­við­eig­and­i hegð­un í sinn garð á með­an hún var­að vinn­a í versl­un.

Till var frá Chig­ag­o en var í heim­sókn hjá ætt­ingj­um í Mon­ey þeg­ar at­vik­ið átti sér stað. Hann á að hafa flaut­að til Donh­am, en þar sem hún var hvít og hann svart­ur þótt­i slík hegð­un ó­við­eig­and­i í suð­ur­ríkj­um Band­a­ríkj­ann­a, og jafn­vel glæp­sam­leg vegn­a Jim Crow-lag­ann­a.

Í kjöl­far­ið fóru eig­in­mað­ur Donh­am, Roy Bry­ant, á­samt hálf­bróð­ur sín­um John Will­i­am Mil­am og frömd­u mann­rán á Till tveim­ur dög­um eft­ir at­vik­ið í versl­un­inn­i. Þeir pínd­u hann, skut­u hann til bana og köst­uð­u lík­in­u í fljót. Þeg­ar lík­ið fannst var það gríð­ar­leg­a illa út­leik­ið og því var erf­itt að bera kennsl á það.

Vild­u ekki hand­tak­a hana þar sem hún var tveggj­a barn­a móð­ir


Sam­kvæmt göml­um dóms­skjöl­um á kona að hafa bor­ið kennsl á Till fyr­ir morð­ingj­ann­a tvo, og tal­ið er að sú kona sé Donh­am, en það er á­stæð­an fyr­ir hand­tök­u­heim­ild­inn­i.

Fjall­að var um heim­ild­in­a í fjöl­miðl­um á sín­um tíma, en þar kom fram að lög­regl­an hefð­i ekki á­hug­a á að fylgj­a henn­i eft­ir, þar sem Donh­am væri tveggj­a barn­a móð­ir.

Nú krefj­ast ætt­ingj­ar Till þess að Donh­am verð­i hand­tek­in vegn­a máls­ins. „Not­ið heim­ild­in­a og á­kærð hana,“ er til að mynd­a haft eft­ir frænk­u Till.

Ó­not­að­ar hand­tök­u­heim­ild­ir geta fall­ið úr gild­i eft­ir á­kveð­inn tíma, en ef ný sönn­un­ar­gögn fylgj­a þeim geta þær orð­ið gild­ar á ný. Fjöl­skyld­a Till lýt­ur á sjálf­a heim­ild­in­a sem nýtt sönn­un­ar­gagn í mál­in­u.

Við­ur­kennd­u verkn­að­inn stutt­u eft­ir sýkn­u­dóm


Morð­ingj­arn­ir tveir, Roy Bry­ant og John Will­i­am Mil­am, voru sótt­ir til saka en sýkn­að­ir í mál­in­u sama ár og Till var myrt­ur. Stutt­u eft­ir að dóm­ur­inn féll við­ur­kennd­u þeir þó að hafa fram­ið verkn­að­inn í fjöl­miðl­um.

Mál­ið er eitt það um­deild­ast­a í sögu Band­a­ríkj­ann­a og hafð­i mik­il á­hrif á rétt­ind­a­bar­átt­un­a vest­an­hafs.

Móð­ir drengs­ins, Mam­i­e Till sá til þess að morð­ið á syni sín­um mynd­i ekki fjall­a í gleymsk­unn­ar dá og hélt op­in­ber­a jarð­ar­för þar sem kyst­a hans var opin. Þá kærð­i hún menn­in­a.