Fjölskylda Emmetts Till, fjórtán ára drengs sem dökkur á hörund og var numinn á brott, píndur og drepinn í borginni Money í Mississippi-fylki árið 1955, krefjast þess hvít kona sem átti þátt í málinu verði handtekin eftir að gömul handtökuheimild henni á hendur kom í ljós.
Konan er nú á níræðisaldri, en hún var 21 árs gömul þegar Till var myrtur. Þrátt fyrir heimildina var hún aldrei handtekin. Politico fjallar um málið.
Meðlimir í í Emmett Till-minningarsjóðnum (e. Emmett Till Legacy Foundation) og skyldmenni hans voru að leita gagna í málinu í héraðsstjórnarbyggingu í Mississippi og fundu umrædda handtökuheimild.
Konan sem sakaði Till um óviðeigandi hegðun
Heimildin beinist að Carolyn Bryant Donham sem sakaði hinn fjórtán ára Till um óviðeigandi hegðun í sinn garð á meðan hún varað vinna í verslun.
Till var frá Chigago en var í heimsókn hjá ættingjum í Money þegar atvikið átti sér stað. Hann á að hafa flautað til Donham, en þar sem hún var hvít og hann svartur þótti slík hegðun óviðeigandi í suðurríkjum Bandaríkjanna, og jafnvel glæpsamleg vegna Jim Crow-laganna.
Í kjölfarið fóru eiginmaður Donham, Roy Bryant, ásamt hálfbróður sínum John William Milam og frömdu mannrán á Till tveimur dögum eftir atvikið í versluninni. Þeir píndu hann, skutu hann til bana og köstuðu líkinu í fljót. Þegar líkið fannst var það gríðarlega illa útleikið og því var erfitt að bera kennsl á það.
Vildu ekki handtaka hana þar sem hún var tveggja barna móðir
Samkvæmt gömlum dómsskjölum á kona að hafa borið kennsl á Till fyrir morðingjanna tvo, og talið er að sú kona sé Donham, en það er ástæðan fyrir handtökuheimildinni.
Fjallað var um heimildina í fjölmiðlum á sínum tíma, en þar kom fram að lögreglan hefði ekki áhuga á að fylgja henni eftir, þar sem Donham væri tveggja barna móðir.
Nú krefjast ættingjar Till þess að Donham verði handtekin vegna málsins. „Notið heimildina og ákærð hana,“ er til að mynda haft eftir frænku Till.
Ónotaðar handtökuheimildir geta fallið úr gildi eftir ákveðinn tíma, en ef ný sönnunargögn fylgja þeim geta þær orðið gildar á ný. Fjölskylda Till lýtur á sjálfa heimildina sem nýtt sönnunargagn í málinu.
Viðurkenndu verknaðinn stuttu eftir sýknudóm
Morðingjarnir tveir, Roy Bryant og John William Milam, voru sóttir til saka en sýknaðir í málinu sama ár og Till var myrtur. Stuttu eftir að dómurinn féll viðurkenndu þeir þó að hafa framið verknaðinn í fjölmiðlum.
Málið er eitt það umdeildasta í sögu Bandaríkjanna og hafði mikil áhrif á réttindabaráttuna vestanhafs.
Móðir drengsins, Mamie Till sá til þess að morðið á syni sínum myndi ekki fjalla í gleymskunnar dá og hélt opinbera jarðarför þar sem kysta hans var opin. Þá kærði hún mennina.