Í vikunni var opnað fyrir hug­mynda­söfnun fyrir ný­fram­kvæmdir og við­halds­verk­efni í Reykja­víkur­borg í verk­efninu „Hverfið mitt“. Um er að ræða áttunda sinn sem í­búum Reykja­víkur er gefinn kostur á að setja inn hug­myndir og kjósa síðan um þær. Allir í­búar Reykja­víkur 15 ára.

Líkt og fyrri ár er öllum heimilt að senda inn hug­myndir og segir á heima­síðu Reykja­víkur­borgar að hug­mynda­smiðir séu hvattir til að skila inn „vel unnum hug­myndum í sam­ræmi við for­sendur hug­mynda­söfnunarinnar.“ 

„Góð hug­mynd getur orðið enn betri ef hún er rædd í hópi íbúa,“ segir Guð­björg Lára Más­dóttir, verk­efnis­stjóri fyrir Hverfið mitt og hún hvetur íbúa til að eiga sam­tal við ná­granna. Hún bendir jafn­framt á að þar sem hópar koma að hug­mynda­vinnu eigi hug­myndin vísara fylgi þegar kemur að kosningu í haust.

Upplýstur Laugardalur og lengri gönguljós

Þó að­eins tveir dagar séu liðnir af sam­ráðs­ferlinu má sjá á heima­síðu verk­efnisins fjölda hug­mynda í öllum hverfum nema Kjalar­nesi. Þar hefur ekki enn verið sett inn nein hug­mynd. Hug­myndirnar eru eðli málsins sam­kvæmt mis­munandi eftir hverfi. Hér að neðan má sjá stutt yfir­lit og dæmi yfir vin­sælar hug­myndir sem búið er að setja inn í „Hverfið mitt“.

Meðal vin­sælla hug­mynda í Laugar­dalnum er að lýsa upp Laugar­dalinn. Í Breið­holti vilja í­búar fá mat­höll, auk þess sem þau vilja göngu­leið milli Selja­hverfis og Hvarfa og gang­braut við Krónuna. 

Í Grafar­vogi mót­mæla í­búar sam­einingu og eða lokun Korpu­skóla og Vætta­skóla Engis. Í Hlíðunum er síðan vin­sælasta hug­myndin meðal íbúa að há­marks­hraði sé lækkaður í Löngu­hlíð. 

Í Háa­leitis- og Bú­staða­hverfi er vin­sælasta hug­myndin sem nú er komin fram að lengja ætti göngu­ljós við Háa­leiti og Lista­braut.

Endurbætt Árbæjarlaug og moltukassa í Vesturbæ

Í Árbæ snúa tvær vin­sælustu hug­myndirnar að við­gerð eða að endur­bættri Ár­bæjar­laug. Þar kalla í­búar efir bæði betri vað­laug og barna­leikja­laug.

Í Vestur­bæ vilja í­búar að Haga­torgi sé breytt í al­mennings­garð og svo snúa aðrar vin­sælar hug­myndir að því að fólk vill fá moltu­kassa og mat­jurta­garða.

Í Mið­bænum eru vin­sælastu hug­myndirnar þær að á Tjörninni séu hamingju­samari fuglar og að þeir fái mat sem hentar þeim. Þá er einnig vin­sæl hug­mynd um að fleiri tré séu gróður­sett í stað bíla­stæða.

Í Grafar­holti og Úlf­árs­dalur er vin­sælasta hug­myndin að tvær út­keyrslur séu frá bíla­stæði KFC og Krónunnar. Á eftir henni kemur svo hug­mynd um yl­strönd við Reyni­svatn.

Hægt er að setja inn og kynna sér hugmyndirnar hér.

Kosningaþátttaka mest í fyrra

Á heima­síðu Reykja­víkur­borgar segir að stöðugt hafi verið unnið að því að bæði bæta sam­ráðs­ferlið og að auð­velda í­búum að setja inn hug­myndir. Auk þess sem fólk hefur kost á að lýsa hug­mynd er hægt að láta ljós­myndir og teikningar fylgja. Í ár var síðan bætt við þeim mögu­leika að skila inn hug­mynd á annað hvort mynd­bands­formi eða sem hljóð­upp­töku. 

Að lokinni hug­mynda­söfnuninni tekur við úr­vinnsla hug­mynda þar sem frum­drög eru gerð á­samt kostnaðar­út­reikningi. Að því loknu er hug­myndum stillt upp á kjör­seðil af hverfis­ráðum borgarinnar sem í­búar kjósa síðan um. Síðan er hug­myndum stillt upp á kjör­seðil af hverfis­ráðum borgarinnar, sem síðan í­búar kjósa um. 

Þátt­taka í kosningum í fyrra var sú besta sem hefur verið í verkefninu frá upphafi. 

Hér er hægt að sjá yfirlit yfir þau verkefni sem voru kosin og hvar þau eru í framkvæmdaferlinu.

Helstu tímasetningar fyrir „Hverfið mitt“:

Hugmyndasöfnun -  20. mars – 9. apríl 2019 
Mat hugmynda, frumhönnun og undirbúningur kosninga  -  apríl til  október  2019
Íbúakosningar um framkvæmdir  -  24. október til 7. nóvember 2019
Framkvæmd kosinna hugmynda  -  apríl til september 2020