Nicola Stur­geon, fyrsti ráð­herra Skot­lands, til­kynnti í dag á­form um að halda aðra þjóðar­at­kvæða­greiðslu um hvort Skot­land eigi að lýsa yfir sjálf­stæði frá Bret­landi. Hún sagðist ætla að leggjast í laga­legar að­gerðir ef breska ríkis­stjórnin reynir að koma í veg fyrir það. Al Jazeera greinir frá þessu.

Skoska stjórnin, sem leidd er af Skoska þjóðar­flokknum, mun bráð­lega leggja fram frum­varp um að þjóðar­at­kvæða­greiðsla verði haldin 19. októ­ber 2023. Skoski þjóðar­flokkurinn er stærsti stjórn­mála­flokkurinn í Skot­landi og hefur sjálf­stæði Skota að leiðar­ljósi.

Þjóðar­at­kvæða­greiðslan yrði einungis ráð­gefandi en ekki bindandi. Stur­geon mun senda Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, bréf þar sem hún form­lega biður um leyfi fyrir at­kvæða­greiðslunni. Ef hann kemur í veg fyrir hana mun hún leggjast í laga­legar að­gerðir.

Þjóðar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði Skota var haldin árið 2014, en meiri­hluti af þeim fimm og hálfri milljón sem búa þar felldu til­löguna. 55 prósent kusu gegn til­lögunni en 45 með, svo ekki mátti miklu muna.

Stjórn Skot­lands segir út­göngu Breta úr Evrópu­sam­bandinu, sem meiri­hluti Skota lagðist gegn, breyta málunum mikið og því þurfi að halda aðra þjóðar­at­kvæða­greiðslu sem fyrst.

John­son hefur áður neitað að leyfa Skotum að halda þjóðar­at­kvæða­greiðslu svo ó­vissa liggur uppi yfir því hvort hann sam­þykki þessa beiðni frá Stur­geon.