Aðal­fundur Pírata fór fram um helgina og fagnaði flokkurinn tíu ára af­mæli sínu. Flokks­menn Pírata kusu nýja fram­kvæmdar­stjórn flokksins, en hápuntkur fundarins var þegar Lenya Rún Taha Ka­rim, vara­þing­maður flokksins hélt ræðu frá Kúrdistan.

Hall­dóra Mogen­sen, þing­flokks­for­maður Pírata hélt opnunar­ræðu aðal­fundarins og minntist hún á upp­haf og stofnunar flokksins. „Þarna kynntist ég svo yndis­legu fólki. Fólki sem var opið, leitandi, upp­fullt af ást­ríðu og von fyrir fram­tíðina,“ sagði Hall­dóra.

Kjörnir full­trúar flokksins í Reykja­vík, Alexandra Briem og Kristinn Jón Ólafs­son fóru yfir meiri­hluta­sam­komu­lag Pírata í Reykja­vík og þann stóra þátt sem stefnur Pírata marka í sátt­mála meiri­hlutans. Flokkurinn leggur mikla á­herslu á sam­göngu- og skipu­lags­mál með um­hverfis­vernd að leiðar­ljósi.

Vist­morð gert að al­þjóð­legum glæp

Al­þingis­fólk Pírata fór yfir liðið ár með fundar­gestum, en Pírötum tókst í sam­starfi við minni­hlutann að krefja meiri­hlutann um fjár­mögnun sál­fræði­þjónustu, benda á það sem illa fór í sölu hlut ríkisins á Ís­lands­banka og verja rétt Al­þingis til að veita ríkis­borgara­rétt.

Þá hafa á­herslur Pírata á þingi meðal annars verið af­glæpa­væðing vörslu­skammta vímu­efna, að­gerðir gegn kyn­ferðis­brotum, aukinn stuðningur við þol­endur kyn­ferðis­brota og þings­á­lyktunar­til­laga um að gera vist­morð að al­þjóð­legum glæp.

Derek Allen er nýr meðlimur stefnu- og málanefndar.
Mynd/aðsend

Manna­breytingar í stjórn Pírata

Á fundinum var kosið til fram­kvæmdar­stjórnar, fjár­mála­ráðs, stefnu- og mál­efna­nefnd og úr­skurðar­nefndar flokksins. Ný fram­kvæmdar­stjórn tekur við og er Atli Stefán Yngva­son stjórnar­for­maður. Einnig í stjórn sitja Tinna Helga­dóttir og Rúnar Björn Her­rera Þor­kels­son í fram­kvæmdar­stjórn.

Í stefnu- og mál­efna­nefnd bættust Phoenix Jessi­ca Ramos og Derek Terell Allen í hópinn, á­samt Sæ­vari Ólafs­syni. Ind­riði Ingi Stefáns­son er for­maður nefndarinnar.

Nýr for­maður fjár­mála­ráðs Pírata er Stefán Örvar Sig­munds­son.

Hélt ræðu frá Kúrdistan

Há­punktur fundarins var ræða vara­þing­manns Pírata, Lenyu Rún Taha Ka­rim, en hún var haldin í gegnum netið þar sem Lenya er stödd í Kúrdistan að heim­sækja fjöl­skyldu. Lenya hvatti Pírata til þess að hlúa að gras­rótinni, bjóða nýtt fólk vel­komið í flokkinn og styðja nýja kyn­slóð.

„Kyn­slóðin sem er núna að komast á kosninga­aldur vill breytingar og við ætlum að vera þessar breytingar,“ sagði Lenya meðal annars.

Hægt er að hlusta á ræðu Lenyu hér.

Leyna Rún var í beinni frá Kúrdistan.
Mynd/skjáskot