Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur beðið geimvísindastofnunina NASA um að fresta geimáætluninni Artemis, sem felur í sér að senda fyrstu konuna til tunglsins árið 2024. Kendra Horn, fulltrúi Oklahoma, lagði fram frumvarpið um að fresta áætluninni til ársins 2028.

Með frestun á áætluninni er lagt til að sameina tunglförina og Mars áætlunina, en áætlað er að fara í mannaða geimferð til Mars árið 2033.

Hluti af geimferðaáætlun Bandaríkjanna næstu árin er að byggja mannaða geimstöð á tunglinu og jafnvel skotpall. Þá yrði auðveldara að skjóta upp eldflaug til Mars frá yfirborði tunglsins en þar er minna þyngdarafl en á jöðrinni og þarf þá minna eldsneyti.

Hver verður fyrsta konan til að stíga fæti á tunglið?

Frá fyrstu ferð Yuri Gagarin út í geim árið 1961 hafa 565 manns ferðast út fyrir jörðina og frá fyrstu ferð Banda­ríkja­manna til tunglsins árið 1969 hafa 12 menn gengið á tunglinu.

Eftir geim­kapp­hlaupið mikla í kalda stríðinu dvínaði á­hugi manna á geim­ferðum. Menn og konur hafa þó farið út í geim síðan og frá árinu 2000 hefur alltaf verið ein­hver manneskja um borð í Al­þjóð­legu geim­stöðinni.

Áhugi þjóða á mönnuðum tungl­ferðum og Mars­ferðum hefur aukist en nú liggur fyrir að NASA þurfi að fresta ferð fyrstu konunnar til tunglsins til ársins 2028.

Ein af þeim verður fyrsta konan á tunglið.