Kosn­ing hófst á mið­nætt­i á í­bú­a­kosn­ing­unn­i Hverf­id­mitt.is í Reykj­a­vík. Öll þau sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lög­heim­il­i í Reykj­a­vík, óháð rík­is­borg­ar­a­rétt­i, geta tek­ið þátt í kosn­ing­unn­i.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­u frá Reykj­a­vík­ur­borg er kosn­ing­in raf­ræn og stendur yfir í tvær vik­ur eða til há­deg­is 14. okt­ó­ber næst­kom­and­i.

Mis­jafnt er hvers­u há upp­hæð er í boði í hverj­u hverf­i. Hér að neð­an er hægt að sjá hvers­u há upp­hæð­in er fyr­ir hverf­ið og dýr­ust­u og ó­dýr­ust­u hug­mynd­in­a.

Laug­ar­dal­ur: Alls eru í boði 106 millj­ón­ir.

Dýr­ast­a hug­mynd­in er met­in á um 40 millj­ón­ir og eru end­ur­bæt­ur á lóð Vog­a­skól­a og ó­dýr­ust­u hug­mynd­irn­ar eru á tvær millj­ón­ir en þær varð­a báð­ar lýs­ing­u, ann­ars veg­ar að bæta lýs­ing­u við Laug­ar­nes­skól­a og að setj­a upp jól­a­ljós við Skeið­ar­vog.

Vest­ur­bær: Alls er í boði 104 millj­ón­ir.

Dýr­ast­a hug­mynd­in er 40 millj­ón­a krón­a opið grænt svæð­i á Hag­a­torg­i og ó­dýr­ast er eins millj­ón­a krón­a Teqb­al völl­ur hjá Hag­a­skól­a.

Mið­borg: Alls eru í boði 67 millj­ón­ir.

Dýr­ast­a hug­mynd­in er 45 millj­ón­a krón­a sal­ern­is­að­stað­a í Hljóm­skál­a­garð­in­um og ó­dýr­ust er hug­mynd um að setj­a upp sér­stak­a spraut­u­kass­a en það er met­inn kostn­að­ur við það ein millj­ón krón­a.

Hlíð­ar: Alls eru í boði 76 millj­ón­ir.

Þar eru nokkr­ar dýr­ar hug­mynd­ir en sú dýr­ast­a er hjól­a­brett­a­garð­ur á Klambr­a­tún­i sem met­inn er á 50 millj­ón­ir. Ó­dýr­ast­ar eru ung­barn­ar­ól­ur sem kostn­að­ur er met­inn við ein millj­ón.

Há­a­leit­i og Bú­stað­ir: Í boði eru 96 millj­ón­ir.

Þar er dýr­ust hug­mynd um 30 millj­ón­a krón­a vað­laug og ó­dýr­ust hug­mynd um fris­bíg­olf­völl við göng­u­stíg sem er við Múl­a­hverf­ið.

Graf­ar­vog­ur: 109 millj­ón­ir í boði.

Dýr­ust er hug­mynd um 109 millj­ón­a krón­a göng­u­stíg við kirkj­u­garð­inn en ef það yrði val­ið væri ekki til fjár­magn fyr­ir nein­u öðru. Ó­dýr­ust er hug­mynd um jól­a­ljós á völd­um stöð­um í hverf­in­u en sú hug­mynd er met­in á þrjár millj­ón­ir.

Ár­bær: 75 millj­ón­ir í boði.

Dýr­ast­ar eru þar þrjár hug­mynd­ir sem all­ar eru metn­ar á 39 millj­ón­ir. Það eru í fyrst­a lagi reið­stíg­ur við Rauð­a­vatn, í öðru lagi nýr stíg­ur á mill­i Rauð­a­vatns og Norð­ling­a­holts og svo í þriðj­a lagi reið­stíg­ur norð­an við Rauð­a­vatn. Ó­dýr­ust er hug­mynd um að setj­a upp fleir­i bekk­i og rusl­a­tunn­ur á völd­um stöð­um í hverf­in­u en sú hug­mynd er met­in á fjór­ar millj­ón­ir.

Fjölmörg hverfi vilja bæta við jólaljósum í hverfinu.
Mynd/Reykjavíkurborg

Breið­holt: 130 millj­ón­ir í boði.

Dýr­ust er hug­mynd um að stækk­a vað­laug í Breið­holts­laus, en hún er met­in á 46 millj­ón­ir. Ó­dýr­ast­ar eru þrjár hug­mynd­ir sem all­ar eru metn­ar á tvær millj­ón­ir en það eru í fyrst­a lagi hug­mynd um út­i­borð­tenn­is­borð og svo tvær hug­mynd­ir um jól­a­ljós, ann­ars veg­ar við Selj­a­tjörn og hins veg­ar á mill­i efra- og neðr­a-Breið­holts.

Graf­ar­holt og Úlfar­árs­dal­ur: 60 millj­ón­ir í boði

Dýr­ast­ar eru þrjár hug­mynd­ir sem all­ar eru metn­ar á 60 millj­ón­ir. Það er fyrst hug­mynd um göng­u­stíg­a­teng­ing­u frá daln­um og upp að Úlfars­fell­i, svo stíg­ur við ræt­ur Úlfars­fells og þriðj­a hug­mynd­in er stíg­ur sunn­an við Úlfars­á. Ó­dýr­ust er þriggj­a millj­ón­a krón­a rat­hlaup­a­braut á mill­i Reyni­svatns og Rauð­a­vatns.

Kjal­ar­nes: 27 millj­ón­ir í boði.

Dýr­ast­ar eru tvær hug­mynd­ir sem báð­ar eru metn­ar á 27 millj­ón­ir. Það er ann­ars veg­ar hug­mynd um göng­u­stíg­i og bekk­i við sjó­inn og ann­ars veg­ar heit­ur pott­ur í Klé­bergs­laug.

Hægt að kjósa oft

Í til­kynn­ing­u frá Reykj­a­vík­ur­borg seg­ir að hægt sé að fá að­stoð við að kjós­a í þjón­ust­u­ver­i Reykj­a­vík­ur­borg­ar, Borg­ar­tún­i 12-14, og á öll­um fimm þjón­ust­u­mið­stöðv­um Reykj­a­vík­ur­borg­ar á með­an að kosn­ing­in stendur yfir.

Til að auð­veld­a þátt­tök­u íbúa sem ekki hafa ís­lensk­u sem fyrst­a mál er vef­ur­inn einn­ig á pólsk­u og ensk­u.

  • Hægt er að kjós­a oft­ar en einu sinn­i en ein­ung­is síð­ast­a kosn­ing­in er gild.
  • Í hægr­a horn­i á hverr­i hug­mynd er val­f­lip­i þar sem hægt er að fá nán­ar­i upp­lýs­ing­ar um til­tek­ið verk­efn­i.
  • Í­bú­ar geta sett stjörn­u við eina af þeim hug­mynd­um sem þeir kjós­a og þann­ig gef­ið þeirr­i hug­mynd tvö­falt vægi, þ.e. tvö at­kvæð­i í stað eins.
  • Ekki er nauð­syn­legt að velj­a fyr­ir alla upp­hæð­in­a sem hverf­ið hef­ur til ráð­stöf­un­ar, næg­i­legt er að velj­a eina hug­mynd.
  • Það þarf að auð­kenn­a sig með raf­ræn­um skil­ríkj­um eða Ís­lykl­i í lok­in til að skil­a gild­u at­kvæð­i. Allar nán­ar­i upp­lýs­ing­ar um auð­kenn­i má nálg­ast á www.aud­kenn­i.is og um Ís­lyk­il á www.is­land.is/is­lyk­ill.

Hægt er að kjósa hér.