Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja falla formlega frá áformum um þéttingu við Miklubraut/Háaleitisbraut og Bústaðaveg. Tillaga verður lögð fram þess efnis á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag, samkvæmt frétt Morgunblaðsins.
Á báðum svæðum voru um tveir þriðju íbúa á móti þéttingaráformum. Af þeim sem tóku afstöðu voru 67 prósent á móti uppbyggingu við Bústaðaveg og 64 prósent á móti uppbyggingu við Miklubraut/Háaleitisbraut. Alls bárust 480 svör frá íbúum á svæðunum tveimur.
Borgin sendi fréttatilkynningu 12. janúar síðastliðin þar sem sagði að tillaga til þéttingar við Bústaðaveg yrði lögð til hliðar.
Tillaga Sjálfstæðisflokksins gengur út á að áformin um þéttingu við Bústaðaveg verði lögð niður með formlegum hætti. Samkvæmt Eyþóri Arnaldsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur það hvergi verið samþykkt formlega.
Þá snúist tillaga Sjálfstæðisflokksins einnig um að það sama eigi að gilda um þéttingu við Miklubraut/Háaleitisbraut og við Bústaðaveg, enda sé andstaðan svipuð meðal íbúa.