Borgar­full­trúar Sjálf­stæðis­flokksins vilja falla form­lega frá á­formum um þéttingu við Miklu­braut/Háa­leitis­braut og Bú­staða­veg. Til­laga verður lögð fram þess efnis á fundi borgar­stjórnar Reykja­víkur í dag, sam­kvæmt frétt Morgun­blaðsins.

Á báðum svæðum voru um tveir þriðju íbúa á móti þéttingar­á­formum. Af þeim sem tóku af­stöðu voru 67 prósent á móti upp­byggingu við Bú­staða­veg og 64 prósent á móti upp­byggingu við Miklu­braut/Háa­leitis­braut. Alls bárust 480 svör frá í­búum á svæðunum tveimur.

Borgin sendi frétta­til­kynningu 12. janúar síðast­liðin þar sem sagði að til­laga til þéttingar við Bú­staða­veg yrði lögð til hliðar.

Til­laga Sjálf­stæðis­flokksins gengur út á að á­formin um þéttingu við Bú­staða­veg verði lögð niður með form­legum hætti. Sam­kvæmt Ey­þóri Arnalds­son, odd­vita Sjálf­stæðis­flokksins í borgar­stjórn, hefur það hvergi verið sam­þykkt form­lega.

Þá snúist til­laga Sjálf­stæðis­flokksins einnig um að það sama eigi að gilda um þéttingu við Miklu­braut/Háa­leitis­braut og við Bú­staða­veg, enda sé and­staðan svipuð meðal íbúa.