Helgi Val­berg Jens­son, aðal­lög­fræðingur lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu stað­festir að verið sé að fara yfir máls­at­vik þegar Elín­borg Harpa Önundar­dóttir var hand­tekin á Skóla­vörðu­stíg í miðri Gleði­göngu síðast­liðinn laugar­dag. Óskað sé eftir upp­tökum af hand­tökunni. Mbl.is greinir frá.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá síðast­liðnu helgi sagðist Elín­borg hafa verið hand­tekin fyrir það eitt að vera hún sjálf. Segir lög­fræðingur hennar meðal annars að um aug­ljóst ein­elti af hálfu lög­reglunnar sé að ræða.

„Ég var bara að labba, ekki að mót­mæla neinu,“ sagði hún við til­efnið og hyggst kæra hand­tökuna. Hún segist meðal annars í­trekað hafa verið beitt of­beldi, bæði við hand­tökuna og inn í bílnum. Hún sé með á­verka á lærum og and­liti á­samt veru­lega bólgnum úln­liðum.

Helgi stað­festir að það standi til að upp­lýsa nefnd um eftir­lit með störfum lög­reglu um málið. Þegar at­vikin liggi fyrir og af­staða em­bættisins til þeirra, verði nefndin og aðilar málsins upp­lýstir um niður­stöðuna.

Hann segir að á­hersla sé ætíð lögð á fag­leg vinnu­brögð. Alltaf sé verið að leita leiða til að bæta starf­semina en ekki liggi fyrir hve­nær niður­staða liggur fyrir.