Á­form Sigurðar Inga Jóhanns­sonar inn­viða­ráð­herra um að greiða fyrir gerð nýrra veg­ganga með gjald­heimtu í þeim göngum sem fyrir eru mæta mikilli gagn­rýni í byggðar­lögum sem þegar njóta slíkra mann­virkja.

„Byggðar­ráð leggst ein­dregið gegn þeim kostnaðar­auka fyrir íbúa og at­vinnu­líf í Borgar­byggð sem fælist í endur­nýjun gjald­töku um Hval­fjarðar­göng og mis­munun sem hún hefði í för með sér,“ segir til dæmis í fundar­gerð byggðar­ráðs Borgar­byggðar.

Hug­mynd ráð­herrans gerir ráð fyrir laga­frum­varpi um heimild til að stofna opin­bert hluta­fé­lag um upp­byggingu og rekstur sam­göngu­inn­viða. Kveðst byggðar­ráð Borgar­byggðar fagna á­herslu á þjóð­hags­legt mikil­vægi góðra sam­gangna.

„Hins vegar hefur byggðar­ráð þungar á­hyggjur af fram­komnum hug­myndum um upp­töku veg­gjalda í jarð­göngum landsins. Þau eru annað hvort einu sam­göngu­æðarnar milli þétt­býlis­kjarna eða hafa nú þegar verið greidd upp að fullu með gjöldum af veg­far­endum. Sér­stak­lega eru Hval­fjarðar­göng mikil­væg sam­göngu­æð fyrir íbúa og gesti Borgar­byggðar. Fram­kvæmd þeirra hefur nú þegar verið greidd upp,“ undir­strikar ráðið.