Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu í gær fram tvær þingsályktunartillögur um að ríkið bjóði út einkareknar heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. Annars vegar var það Berglind Ósk Guðmundsdóttir sem lagði fram tillögu um slíka stöð á Akureyri. Hins vegar Guðrún Hafsteinsdóttir um stöð á Suðurnesjum.

Fjórar heilsugæslustöðvar eru starfræktar á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið veitir þó fjárframlag með hverjum sjúklingi sem þangað leitar.