Mörður Árnason og Kristján L. Möller, fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar, leggja fram tillögu á landsfundi flokksins um að nafni hans verði breytt í Jafnaðarflokkurinn. Það kemur fram í viðtali við þá á vef RÚV í dag.

Þar segja þeir að þeim þyki tímabært að nafn flokksins bendi til stefnu hans. Mörður segir að þetta hafi í raun verið rætt frá upphafi flokksins

Samfylkingin bauð fyrst fram sem kosningabandalag árið 1999 en stofnfundur flokksins var árið síðar.

Fyrsti formaður flokksins var Össur Skarphéðinsson en þeir flokkar sem komu saman að stofnun flokksins voru Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið, Kvennalistinn og Þjóðvaki.