Banda­ríska lyfja­risinn Pfizer óskaði eftir bráða­birgða­leyfi við FDA, Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkjanna fyrir því að gefa börnum á aldrinum fimm til ellefu ára bólu­efni þess og BioN­Tech gegn CO­VID-19.

Fram kemur í til­kynningu fyrir­tækisins að það kunni vera mikil­vægt að börn verði bólu­sett eftir að delta af­brigðið kom upp og börn fóru að smitast í meira mæli til þess að skólar geti haldið starfi sínu gangandi og binda henda á heims­far­aldurinn.

Það segir einnig að fyrir­tækin líti svo á að það sé skylda þeirra að vinna með Mat­væla- og lyfja­stofnuninni með því að vernda börn gegn smiti.

Vænta megi svara í byrjun nóvember- eða eftir Hrekkjavökuna, segir í tilkynningnni.

Þetta kemur fram áfrétta­vef New York Times í vikunni.