Fid­esz-flokk­ur­inn, sem fer með völd í Ung­verj­a­land­i, hef­ur lagt fram frum­varp sem bann­ar efni fyr­ir börn sem tal­ið er sýna lífs­stíl hin­seg­in­fólks. Bann­ið tæki til bóka, kennsl­u­efn­is og aug­lýs­ing­a sem tald­ar eru vekj­a at­hygl­i á mál­stað hin­seg­in­fólks.

For­sæt­is­ráð­herr­a Ung­verj­a­lands, Vikt­or Or­ban, er þekkt­ur fyr­ir and­stöð­u sína við hin­seg­in­fólk en hann er afar í­halds­sam­ur. Kosn­ing­ar fara fram í land­in­u á næst­a ári og telj­a sér­fræð­ing­ar að þess­i lög mæl­ist vel fyr­ir hjá vænt­an­leg­um kjós­end­um Fid­esz.

Vikt­or Or­ban og Bor­is John­son for­sæt­is­ráð­herr­a Bret­lands hitt­ust í lok maí í Lond­on.
Fréttablaðið/AFP

Mann­rétt­ind­a­sam­tök hafa gagn­rýnt frum­varp­ið hark­a­leg­a og bor­ið það sam­an við ný­leg­a lög­gjöf í Rúss­land­i þar sem mjög er þrengt að rétt­ind­um hin­seg­in­fólks. Bu­de­pest Prid­e, regn­hlíf­ar­sam­tök hin­seg­in­sam­tak­a í Ung­verj­a­land­i, hafa hvatt bar­átt­u­fólk fyr­ir rétt­ind­um þess að setj­a þrýst­ing á Joe Bid­en Band­a­ríkj­a­for­set­a til að ræða á­stand­ið í land­in­u er hann hitt­ir Or­ban í næst­u viku.

Hjón­a­bönd sam­kyn­hneigðr­a eru ekki heim­il í Ung­verj­a­land­i og ætt­leið­ing­um sam­kyn­hneigðr­a para er gert afar erf­itt að ætt­leið­a börn.

Mót­mæl­i gegn stjórn Or­ban í Búd­a­pest 6. júní.
Fréttablaðið/AFP