Fidesz-flokkurinn, sem fer með völd í Ungverjalandi, hefur lagt fram frumvarp sem bannar efni fyrir börn sem talið er sýna lífsstíl hinseginfólks. Bannið tæki til bóka, kennsluefnis og auglýsinga sem taldar eru vekja athygli á málstað hinseginfólks.
Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban, er þekktur fyrir andstöðu sína við hinseginfólk en hann er afar íhaldssamur. Kosningar fara fram í landinu á næsta ári og telja sérfræðingar að þessi lög mælist vel fyrir hjá væntanlegum kjósendum Fidesz.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt frumvarpið harkalega og borið það saman við nýlega löggjöf í Rússlandi þar sem mjög er þrengt að réttindum hinseginfólks. Budepest Pride, regnhlífarsamtök hinseginsamtaka í Ungverjalandi, hafa hvatt baráttufólk fyrir réttindum þess að setja þrýsting á Joe Biden Bandaríkjaforseta til að ræða ástandið í landinu er hann hittir Orban í næstu viku.
Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki heimil í Ungverjalandi og ættleiðingum samkynhneigðra para er gert afar erfitt að ættleiða börn.
