Í­bú­ar Bret­lands gætu þurft að finn­a upp á nýj­um að­ferð­um við að elda hum­ar en ný lög um vel­ferð dýra eru nú til með­ferð­ar í bresk­a þing­kerf­in­u að því er seg­ir í fréttE­ven­ing Stand­ard. Það ligg­ur nú fyr­ir láv­arð­a­deild þings­ins.

Verð­i breyt­ing­ar­til­lög­ur við frum­varp­ið sam­þykkt­ar yrðu lin­dýr líkt og humr­ar, krabb­ar, kol­krabb­ar og smokk­fisk­ar flokk­að­ir sem skyn­i gædd­ar ver­ur. Sam­kvæmt frum­varp­in­u eins og það stendur nú eru ein­ung­is hrygg­dýr skil­greind sem skyn­i gædd­ar.

Verð­i frum­varp­ið að lög­um og breyt­ing­a­til­lög­urn­ar sam­þykkt­ar þurf­a kokk­ar og fisk­sal­ar að drep­a lin­dýr snöggt og mann­úð­leg­a með því að veit­a þeim rot­högg, í stað þess að hend­a þeim lif­and­i í pott­inn. Auk þess yrði ó­lög­legt að vefj­a lif­and­i skel­fisk í plast eða send­a lif­and­i krabb­a­dýr með póst­i.

Vinn­­a við nýtt frum­­varp um vel­­ferð dýra hófst eft­­ir að bresk­­i for­­sæt­­is­r­áð­h­err­­ann Bor­­is John­­son á­kv­að að slík lög­­gjöf þyrft­­i að taka meir­­a til­­lit til dýra við stefn­­u­­mót­­un í mál­­a­­flokkn­­um að því er seg­ir í frétt The In­dep­end­ent.

Segj­a lin­dýr geta þjást

Dýr­a­vernd­un­ar­sam­tök hafa mörg hver leng­i tal­að fyr­ir því að tak­mark­a skul­i þján­ing­ar humr­a eins og mög­u­legt er. Í skýrsl­u band­a­rísk­u sam­tak­ann­a Hum­a­ne Soc­i­e­ty frá 2008 sagð­i að lin­dýr séu „skyn­i gædd­ar ver­ur sem geta þjáðst.“ Þar kom einn­ig fram að lin­dýr deyi ekki strax er að­ferð­um á borð við að sting­a í höf­uð dýr­ann­a með hníf er beitt þar sem þau hafi ekki mið­lægt taug­a­kerf­i.

„Krabb­­a, hum­­ar, rækj­­ur og let­­ur­h­um­­ar á að veit­­a rot­h­ögg með raf­­­straum­­i sem læt­­ur þá miss­­a með­v­it­­und á sek­­únd­­u. Það þarf að gang­­a úr skugg­­a um að taug­­a­­kerf­­ið sé eyð­­i­l­agt á nokkr­­um mín­­út­­um,“ seg­­ir Ma­­is­­i­­e Tom­l­in­­son, fram­­kvæmd­­a­­stjór­­i bresk­­u dýr­­a­v­ernd­­un­­ar­­sam­t­ak­­ann­­a Crust­­ac­­e­­an Comp­­ass­­i­­on sem berj­­ast fyr­­ir vel­­ferð lin­­dýr­­a í sam­tal­i við The Tim­es.

Ó­lög­legt er að sjóð­a lin­dýr lif­and­i í nokkr­um lönd­um, til að mynd­a í Sviss og á Nýja-Sjá­land­i.