Vaxandi um­ræða hefur verið meðal meðlima breska Íhaldsflokksins um að Boris John­son eigi að bjóða sig fram til þess að verða eftir­maður Liz Truss sem leiðtogi Íhaldsflokksins og for­sætis­ráð­herra Bret­lands. Frjáls­lyndir demó­kratar vilja að Í­halds­menn banni honum að bjóða sig fram aftur.

„Sú stað­reynd að þing­menn Í­halds­flokksins eru að í­huga að setja Boris John­son aftur í Númer 10 [Heimili for­sætis­ráð­herrans] sýnir hversu sam­bands­lausir þeir eru í raun og veru. Þeir halda að ein regla gildi fyrir þá og önnur fyrir alla aðra.“

„Boris John­son neyddist til að segja af sér eftir ótal lygar, hneykslis­mál og mis­tök. Hann rauf traust al­mennings á ríkis­stjórninni og steypti Bret­landi í pólitíska kreppu. Hann má aldrei aftur koma ná­lægt Downing Stræti,“ sagði Daisy Cooper vara­for­maður Frjáls­lyndra demó­krata.

Næsti leiðtogi Íhaldsflokksins verður valinn á næstu viku og búist er við því að því vali ljúki á föstudaginn í næstu viku, 28. október.

Fjöldi þing­manna hefur kallað eftir því að Boris John­son bjóði sig fram sem leið­togi flokksins, en hann leiddi flokkinn á tíma­bilinu júlí 2019 til septem­ber 2022.

Í könnun frá YouGov sem birtist fyrr í vikunni kemur fram að um þriðjungur í­halds­manna vildi að Boris John­son taki við af Liz Truss. Í öðru sæti var Rishi Sunak, með stuðning 23 prósent í­halds­manna.

Veð­bankar í Bret­landi fóru á fullt eftir af­sögn Truss. Sam­kvæmt þeim þykir Sunak lík­legasti eftir­maðurinn með stuðulinn 11/10. Penny Mor­daunt er með stuðulinn 7/2.

Aðrir með­limir Í­halds­flokksins eru með eftir­farandi stuðla:

  • Ben Wallace 18/1
  • Kemi Badenoch 28/1
  • Jeremy Hunt 65/1
  • Suella Bra­ver­man 75/1
  • James Cle­ver­ly 95/1
  • Grand Shapps 190/1