Skóg­ræktar­fé­lag Garða­bæjar vill að ó­háður mats­maður verði fenginn til þess að meta tjón sem fé­lagið hlýtur af því að missa land undir golf­völl. Til stendur að stækka völl Golf­klúbbs Kópa­vogs og Garða­bæjar, GKG, inn í Smala­holt, þar sem rúm­lega 30 ára gamall skógur stendur og Skóg­ræktar­­fé­lagið hefur byggt upp göngu­leiðir.

Upp­haf­lega stóð til að taka 15 hektara af skógi fé­lagsins og var fé­laginu að­eins boðið 2 hektara lúpínu­land í staðinn. Endan­legar stærðir liggja ekki fyrir fyrr en deili­skipu­lag verður gert og ekki hefur verið á­kveðið hve­nær jarð­ýturnar mæti á svæðið.

Ekki hægt að flytja tíu metra tré

„Í mínum huga eru lofts­lags­málin það al­var­legasta í þessu. Það er ekki hægt að flytja tíu metra tré á nýjan stað,“ segir Krist­rún Sigurðar­dóttir, for­maður fé­lagsins, en það tekur tré mjög langan tíma að fara að skila sínu til lofts­lagsins. Lítið hafi verið hlustað á at­huga­semdir fé­lagsins.

Krist­rún Sigurðar­dóttir for­maður Skóg­ræktar­­fé­lags Garða­bæjar.
Mynd/Aðsend

„Eftir at­huga­semdir okkar var svæðið sem tekið er að­eins minnkað og fært til. Samt verður elsti og grósku­mesti skógurinn tekinn,“ segir hún.

Krist­rún segir fé­lagið eiga rétt á tug­milljónum króna vegna þessa máls. Það er út frá sams konar málum sem komið hafa upp í ná­granna­sveitar­fé­lögunum. Í sumum til­fellum hafi verið samið en önnur endað fyrir dóm­stólum. Bæturnar eru þá metnar út frá fjölda trjáa og stærð þeirra.