Hrafn­hild­ur Vala Aðalbjörns­dótt­ir og Dan­i­el I­vá­non­o­vics hafa stofn­að sam­an fyrst­a ís­lensk­a veg­an og um­hverf­is­væn­a ferð­a­þjón­ust­u­fyr­ir­tæk­ið. Fyr­ir­tæk­ið heit­ir Le­vel Up og sam­an vilj­a þau vinn­a í átt­in­a að því að gera Ís­land að á­kjós­an­legr­i á­fang­a­stað fyr­ir þau sem ferð­ast og eru græn­ker­ar eða græn­met­is­æt­ur.

„Þett­a var hug­mynd­in þín,“ seg­ir Hrafn­hild­ur en þau kynnt­ust í ferð­a­þjón­ust­u­brans­an­um fyr­ir um fimm árum þeg­ar Hrafn­hild­ur starf­að­i sem leið­sög­u­mað­ur og Dan­i­el var að keyr­a rút­ur.

Fyr­ir­tæk­ið mun bjóð­a upp á ferð­ir fyr­ir stór­a og smærr­i hópa, sér­sniðn­ar ferð­ir og svo verð­ur í boði veg­an mat­ur og um­hverf­is­væn­ir ferð­a­mát­ar en Hrafn­hild­ur er mennt­uð sem jökl­a­leið­sög­u­mað­ur, jóg­a­kenn­ar­i og markþjálfi.

„Við höf­uð unn­ið mik­ið sam­an við leið­sög­u og akst­ur og ég hef ver­ið með hug­mynd um að gera eitt­hvað í lík­ing­u við þett­a í um tvö ár,“ seg­ir Dan­i­el og að ein af á­stæð­un­um hafi ver­ið sú að sem græn­ker­a sjálf­um hafi hon­um oft þótt erf­itt að ferð­ast.

„Ég gat ekki leng­ur bent á ein­hvern stað og far­ið þang­að því ég varð allt­af að hugs­a um það hvort ég mynd­i fá eitt­hvað að borð­a þar,“ seg­ir hann og Hrafn­hild­ur tek­ur und­ir það hlæj­and­i og bætir við:

„Alltaf hugsar maður: fæ ég eitt­hvað að borð­a.“

„Oftar er það þann­ig núna að ég fer á ein­hvern á­fang­a­stað því það er veit­ing­a­stað­ur þar sem mig lang­að­i að próf­a,“ seg­ir Dan­i­el og að hann telj­i að hér á Ís­land­i séu mikl­ir mög­u­leik­ar fyr­ir Ís­land að skar­a fram úr og fyr­ir veg­an mat­væl­a­iðn­að­inn að stækk­a.

„Eftir­spurn­in yrði meir­i í veg­an mat­væl­a­iðn­að­in­um og það mynd­i hjálp­a hon­um við að verð­a stöð­ugr­i, að vaxa og lifa leng­ur,“ seg­ir hann.

Dan­i­el á og rek­ur líka veg­an fyr­ir­tæk­ið Jun­ky­ard og keypt­i árið 2019 Tesl­u sem hann ætl­að­i að nýta í heim­sendingar og ferð­a­þjón­ust­u og mun hún nýt­ast Le­vel Up fyr­ir smærr­i hópa.

Þann­ig það er ekki bara veg­an, held­ur um­hverf­is­vænt?

„Já, okk­ur lang­ar mjög að ferð­a­mann­a­iðn­að­ur­inn verð­i um­hverf­is­vænn­i,“ seg­ir Dan­i­el og Hrafn­hild­ur tek­ur und­ir það.

Daniel á Teslunni sem hægt er að bóka fyrir allar ferðir.
Fréttablaðið/Valli

Allir geta fengið vegan mat

Dan­i­el seg­ir að Jun­ky­ard verð­i eins­kon­ar syst­ir Le­vel Up en í öll­um ferð­un­um sem verð­a skip­u­lagð­ar af fyr­ir­tæk­in­u verð­ur einn­ig hægt að fá mat sem all­ur verð­ur veg­an.

„Það verð­ur hægt að fá sam­lok­ur, sal­at og svo eft­ir­rétt en það verð­ur líka hægt að sér­sníð­a mat­seð­il­inn að þeim hóp sem er að fara. Ef þau vilj­a að hann sé í holl­ar­i kant­in­um þá að­lög­um við mat­seð­il­inn að því,“ seg­ir Dan­i­el og að hann hafi allt­af séð fyr­ir sér að þess­i þjón­ust­a stæð­i líka öðr­um ferð­a­þjón­ust­u­fyr­ir­tækj­um til boða sem kannsk­i hafa ekki tök á að mat­reið­a veg­an mat sjálf.

„Það er hægt að taka þett­a upp á jök­ul eða hvert sem er. Sam­lok­urn­ar eru mat­ar­mikl­ar og góm­sæt­ar og hent­a við hvað­a tæk­i­fær­i sem er,“ bætir hann við.

Hann seg­ir að hann sjái einn­ig fyr­ir sér að hægt verð­i að þjón­ust­a fyr­ir­tæk­i úti á land­i með matn­um og að þau geti þá feng­ið í glugg­ann á versl­un­inn­i sinn­i eða veit­ing­a­staðn­um að þau séu með mat frá hon­um í boði.

„Við erum með stimp­il sem stendur á „su­it­a­ble for meat lov­ers“ og að það væri hægt að ann­að hvort búa til veg­an mat­seð­il sem er í takt við það sem er fyr­ir í boði eða að þau gætu selt sam­lok­ur eða ann­að sem Jun­ky­ard sér um að fram­reið­a,“ seg­ir Dan­i­el.

Ég gat ekki leng­ur bent á ein­hvern stað og far­ið þang­að því ég varð allt­af að hugs­a um það hvort ég mynd­i fá eitt­hvað að borð­a þar

Lifði á frönskum og kók

Dan­i­el varð veg­an fyr­ir um fimm árum en Hrafn­hild­ur fyr­ir sex­tán árum. Dan­i­el seg­ir að hann hafi tek­ið á­kvörð­un­in­a eft­ir að hafa unn­ið með Hrafn­hild­i en hafi þó ver­ið bú­inn að hugs­a um það í ein­hvern tíma áður.

„Til að byrj­a með lifð­i ég á frönsk­um og kóki,“ og horfð­i svo á Hrafn­hild­i með kæl­i­tösk­un­a sína sem var full af brauð­i og o­atl­y smur­ost­i og bjó sjálf til sam­lok­urn­ar sín­ar. Eftir það fór ég að mæta með mína eig­in kæl­i­tösk­u,“ seg­ir Dan­i­el og hlær.

Þau segj­a bæði að það hafi ver­ið ó­trú­legt að fylgj­ast með þró­un veg­an mat­væl­a­iðn­að­ar­ins á Ís­land­i og seg­ir Hrafn­hild­ur að það sé hrein­leg­a him­inn og hafa mið­að við það þeg­ar hún byrj­að­i að vera veg­an. Spurð hvort þau telj­i að skort­ur á veg­an fæði utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafi stöðv­að fólk í að koma til lands­ins segj­a þau það lík­leg­a ekki hafa stöðv­að fólk en að það gæti gert ferð­a­lag­ið á­nægj­u­legr­a ef að meir­a veg­an væri í boði víð­ar.

„Gæð­in hafa ver­ið lít­il og svo hef­ur það sem er í boði ver­ið dýrt. Það þarf að laga það. Ís­land er frá­bær á­fang­a­stað­ur fyr­ir en með því að bæta þett­a verð­ur hann enn betr­i. Græn­ker­ar vita þá að þau geta kom­ið hing­að, að það sé skrif­stof­a sem sér um all­ar þeirr­a þarf­ir og get­ur vís­að þeim á veit­ing­a­stað­in­a sem hent­a þeim,“ seg­ir Dan­i­el.

Þau taka það þó skýrt fram að kjöt­æt­ur og þau sem ekki eru veg­an geta að sjálf­sögð­u líka ferð­ast með þeim.

„Það geta all­ir kom­ið með, en við sem erum veg­an get­um ekki far­ið út um allt, þann­ig þett­a auð­veld­ar ferð­a­lag­ið fyr­ir alla ef ein­hver græn­ker­i er með í för,“ seg­ir Hrafn­hild­ur sem seg­ir að nafn­ið komi að mikl­u leyt­i það­an. Þau vilj­i bæta að­stöð­un­a fyr­ir þau sem er veg­an og svo auka úr­val­ið í ferð­a­þjón­ust­u­iðn­aðn­um.

„Já við vilj­um að ferð­a­þjón­ust­an sé grænn­i og að kol­efn­is­spor­ið sé minn­a,“ seg­ir Dan­i­el og þau bend­a bæði á að til dæm­is með því að borð­a veg­an þá minnk­ar kol­efn­is­spor­ið töl­u­vert.

„Sam­lok­urn­ar eru í vist­væn­um um­búð­um,“ bæt­ir hann við.

Þau segj­ast bæði spennt að hefj­ast hand­a og að það sé hægt að sér­sníð­a ferð­irn­ar eft­ir þörf en einn­ig hægt að kaup­a til­bún­ar ferð­ir. Á vef­síð­u fyr­ir­tæk­is­ins má sjá að til dæm­is er hægt að pant­a skutl á flug­völl­inn á Tesl­u, Gulln­a hring­inn og á Reykj­a­nes og svo er hægt að bæta við Jun­ky­ard há­deg­is­seðl­in­um fyr­ir um 2.900 fyr­ir einn sem inn­i­held­ur þá sam­lok­u, snakk­pok­a, epli, súkk­u­lað­i og app­el­sín­u­saf­i.

„Við get­um unn­ið með inn­lend­um ferð­a­þjón­ust­u­fyr­ir­tækj­um ef þau vilj­a vera í ein­hvers kon­ar sam­starf­i og þjón­ust­an er að sjálf­sögð­u í boði líka fyr­ir Ís­lend­ing­a,“ seg­ir Hrafn­hild­ur og að það sé í boði að vera með gæs­an­ir, steggj­an­ir, hóp­efl­i eða vin­kon­u­hóp­a.

„Það er allt opið,“ seg­ir Hrafn­hild­ur að lok­um.

Fréttin hefur verið leiðrétt 9.6.2022 klukkan 10:09. Eftirnafn Hrafnhildar er Aðalbjörnsdóttir en ekki Arnbjörnsdóttir.