Sænski ríkis­sak­sóknarinn sem fer fyrir rann­sókn þeirra á á­sökunum gegn Juli­an Ass­an­ge um nauðgun hefur óskað þess að héraðs­dóms­tóll að hann verði úr­skurðaður í gæslu­varð­hald, þó án þess að hann sé við­staddur. Ass­an­ge er eins og er staddur í Bret­landi þar sem hann af­plánar 50 vikna dóm fyrir að brjóta skil­orð. Verði dóm­stóllinn við beiðni sænska sak­sóknarans er það fyrsta skrefið í að fá hann fram­seldan til Sví­þjóðar. Ass­an­ge hefur á­vallt neitað sök í málinu.

Svíar opnuðu rann­sóknina aftur í síðustu viku. Rann­sóknin hófst árið 2010 en var felld niður árið 2017 þegar Ass­an­ge leitaði skjóls í sendi­ráði Ekvador í Lundúnum.

„Ég hef óskað þess að héraðs­dóms­tóll úr­skurði Ass­an­ge í gæslu­varð­hald í fjar­veru hans, vegna gruns um nauðgun,“ sagði ríkis­sak­sóknari, Eva-Mari­e Pers­son, í yfir­lýsingu fyrr í dag. Þar sagði hún einnig að hún myndi gefa út evrópska hand­töku­skipun á Ass­an­ge og að hann yrði færður til Sví­þjóðar ef að dóm­stólinn á­kveði að hann verði úr­skurðaður í gæslu­varð­hald.

Verði af því verða allt tvö lönd sem óska þess að Ass­an­ge verði fram­seldur vegna meintra glæpa hans, en yfir­völd í Banda­ríkjunum hafa einnig kallað eftir því að hann verði fram­seldur þangað.

Lög­fræðingur Ass­an­ge í Sví­þjóð, Per Samuel­son , sagði að hann myndi ekki segja héraðs­dóms­tólnum til um hvort hann geti rann­sakað beiðni sak­sóknara þar til hann er búinn að ræða við Ass­an­ge og fá að vita hjá honum hvort hann vilji and­mæla gæslu­varð­halds­úr­skurði.

„Þar sem að hann er í fangelsi í Eng­landi, hefur ekki verið mögu­legt að ræða við hann einu sinni í síma,“ sagði Samuel­son við Reu­ters í dag.

Greint er frá á Guar­dian.