Innlent

Vilja áfram starfsleyfisskyldu

Fiskeldisfyrirtæki munu ekki þurfa starfsleyfi samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum um fiskeldislög. Umhverfisstofnun telur mikilvægt að viðhalda skyldu um skráningu starfsleyfa.

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar

Fiskeldisfyrirtæki munu ekki þurfa starfsleyfi samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum um fiskeldislög. Umhverfisstofnun leggur til að ekki verði vikið frá starfsleyfis fyrirkomulaginu sem ríkt hefur hingað til. Stofnuninni er gert að sjá um ákveðinn skráningargrunn þar sem forsvarsmenn fyrirtækja geta skráð fyrirtæki sitt inn og á móti eru lögð fyrir ákveðin skilyrði varðandi reksturinn.

 Í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir var nýlega samþykkt heimild sem segir að fyrirtæki í ákveðnum flokkum nægi að hafa slíka skráningu en fiskeldisfyrirtæki hafa ekki verið í þeim flokki hingað til.

 Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar segir að stofnunin hafi ekki fengið mikinn tíma og rými til að koma á framfæri sínum skoðunum varðandi frumvarpsdrögin.

 „Það er lagt til að fyrirtæki þurfi einungis, hvað varðar mengunarhlutann, að sinna skráningarskyldu í ákveðinn gagnagrunn staðinn fyrir að hafa það sem kallað er samræmt starfsleyfisskilyrði. Við viljum að áhættumat verði gert við fiskeldisfyrirtæki áður en þau færu í skráningarskyldu, líkt og á við um önnur fyrirtæki sem talin hafa verið minna mengandi. Við leggjum til að í lagafrumvarpinu komi fram að það þurfi starfsleyfisskyldu líkt og verið hefur verið hingað til.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vilja hætta að nafn­greina saka­menn í dómum

Innlent

Senni­legt að gjald­takan hafi verið ó­lög­mæt og ó­hóf­leg

Innlent

Ung kona fannst látin á Akureyri: Einn handtekinn

Auglýsing

Nýjast

Stórhættulegur fellibylur stefnir hratt á Mexíkó

Morðið bæði grimmilegt og þaulskipulagt

Innkalla lakkrís súkkulaði

Segir Brexit-samkomulag nánast í höfn

Hótar að skera niður fjár­hags­að­­stoð til þriggja ríkja

Bretar banna plaströr og eyrnapinna

Auglýsing