Fé­lagið Van­trú leggur til að sóknar­gjöld verði af­numin al­farið og ef ekki er hægt að verða við því þá verðu þau ekki hækkuð eins og lagt er til í fjár­laga­frum­varpi. Heldur standi upp­hæð þeirra í stað og að þau trú­fé­lög sem vanti fjár­magn finni aðrar leiðir til að fjár­magna starf­semi sína, eins og með fé­lags­gjöldum.

Fé­lagið skilaði í dag inn um­sögn sinni um fjár­laga­frum­varpið en í 23. Grein er lagt til að sóknar­gjöld verði 985 krónur og hækki þannig um fimm krónur.

„Van­trú er al­mennt á móti sóknar­gjalda­kerfinu og telur að réttast væri að af­nema þessi fram­lög úr ríkis­sjóði al­farið. Á móti væri hægt að lækka tekju­skatt eða hækka per­sónu­af­slátt svo að breytingin hafi ekki á­hrif á af­komu ríkis­sjóðs og svo að þeir sem vilja styrkja trú­fé­lög geti það. Við hvetjum nefndar­menn til að skoða hvort ekki mætti lækka upp­hæð sóknar­gjaldsins veru­lega í skrefum og hækka um leið per­sónu­af­slátt eða lækka tekju­skatt,“ segir í um­sögn fé­lagsins.

Þá víkur fé­lagið í um­sögn sinni einnig að um­sögn Biskups­stofu um sama frum­varp en þau telja að sóknar­gjöldin eigi að vera um þúsund krónum hærri. Van­trú segir að þær full­yrðingar eigi ekki við nein rök að styðjast.

„Þegar upp­hæð sóknar­gjalda (leið­rétt miðað við vísi­tölu) er skoðuð, sést að sóknar­gjaldið núna er svipað og árið 1988, þegar nú­verandi kerfi var tekið upp,“ segir í um­sögn Van­trúar og að allar full­yrðingar Biskups­stofu um að ekki sé verið að fylgja lögum séu rangar, því að Al­þingi hafi á­vallt haft ein­hliða á­kvörðunar­vald um sóknar­gjöld.

„Það vekur því furðu að Biskups­stofa saki Al­þingi um að svíkja samninga sem þau vita að eru ekki til,“ segir í um­sögn Van­trúar sem er hægt að kynna sér betur hér.