Hótanir, bæði á netinu og í raun­heimi, gegn blaða­mönnum hafa aukist í löndum Evrópu­sam­bandsins sem og á­rásir gegn þeim með til­heyrandi skaða bæði líkam­legum og sál­rænum. Í fyrra máttu 908 blaða­menn og starfs­menn fjöl­miðla í 23 ESB-ríkjum þola á­rásir og fer á­standið versnandi.

Á undan­förnum árum hafa einnig nokkrir blaða­menn verið myrtir fyrir skrif sín, þar á meðal malt­neska blaða­konan Dap­hne Car­u­ana Galizia árið 2017 og slóvenskur starfs­bróðir hennar Ján Kuciak. Þau fjölluðu bæði einkum um spillingu í heima­löndum sínum. Fyrir skömmu var hollenski blaða­maðurinn Peter de Vries myrtur á götu út í Amsterdam og gríski rann­sóknar­blaða­maðurinn Gior­gos Kara­i­vaz var skotinn til bana á leið sinni heim úr vinnunni. Sam­tökin Blaða­menn án landa­mæra segja að fjórir blaða­menn í Evrópu hafi verið myrtir milli 2007 og 2017.

Fram­kvæmda­stjórn ESB hefur af þessum sökum í fyrsta sinn gefið út leið­beiningar til stjórn­valda ríkja sam­bandsins um hvernig tryggja megi öryggi blaða­manna. Vĕra Jourová, vara­for­maður nefndarinnar, segir að sam­ræður sínar við að­stand­endur Car­u­ana Galizia og Kuciak hafi verið það erfiðasta sem hún gerði í starfi sínu sem út­sendari ESB í mann­réttinda­málum en hún lét af starfinu fyrir tveimur árum.

„Ég lofaði þeim að ég myndi vinna að því að breyta hlutunum. Þessar ráð­leggingar í dag eru fyrsta skrefið í að upp­fylla það lof­orð,“ segir hún. Ur­sula von der Leyen, for­maður fram­kvæmda­stjórnar ESB, sagði í stefnu­ræðu í gær að hún á næsta ári yrði lagt fram innan sam­bandsins frum­varp um fjöl­miðla­frelsi. Því er ætla að tryggja sjálf­stæði fjöl­miðla er hart er sótt að því í nokkrum löndum ESB. Slíkt frum­varp er ekki laga­lega bindandi fyrir aðildar­ríki en sendir sterk skila­boð til þeirra sam­kvæmt Jourová.

Vĕra Jourová vill að­gerðir til að tryggja öryggi og frelsi fjöl­miðla.
Fréttablaðið/AFP

Eitt þeirra er Ung­verja­land. Þar hefur mörgum sjálf­stæðum fjöl­miðlum verið lokað á undan­förnum árum eða þeir keyptir af aðilum tengdum stjórn Viktors Or­ban for­sætis­ráð­herra. Í Pól­landi er nú til þing­legrar með­ferðar frum­varp sem bannar fyrir­tækjum utan Evrópska efna­hags­svæðisins að kaupa meiri­hluta í sjón­varps­stöðvum. Þetta er talið gert til að þagga niður í sjálf­stæðu sjón­varps­stöðinni TVN.

ESB hefur einnig tekist á við for­sætis­ráð­herra Slóveníu, Janez Janša, sem hefur kallað blaða­menn lygara og fleiri fúk­yrðum. „Það er ó­á­sættan­legt þegar of­beldi kemur frá stjórn­mála­leið­togum,“ segir Jourová.