Þing­flokkur Mið­flokksins hefur nú farið fram á að Al­þingi verði kallað saman yfir há­tíðirnar til að ræða komu bólu­efna til Ís­lands. Telur flokkurinn mikla ó­vissu uppi um komu bólu­efna til landsins og segir að mis­vísandi upp­lýsingar hafi birst um málið á undan­förnum dögum.

Í til­kynningu sem flokkurinn sendi frá sér í dag er farið fram á að ríkis­stjórnin veiti sem fyrst á­reiðan­legar og ná­kvæmar upp­lýsingar um hvernig bólu­setning þjóðarinnar mun ganga fyrir sig og hve­nær þess er að vænta að þjóð­líf geti færst í hefð­bundið á­stand.

Þing­flokkurinn fer fram á að þingið verði kallað saman eigi síðar en mánu­daginn 28. desember. „Ríkis­stjórnin verður að gefa skýringar á því hvort öll úr­ræði þ.m.t. að­koma einka­fyrir­tækja að út­vegun bólu­efnis hafa verið nýtt,“ segir í til­kynningunni.

Bóluefni tryggt fyrir rúmlega alla Íslendinga

Hagur al­mennings og þeirra sem eru í á­hættu­hópum sé í húfi og að réttur fólks til upp­lýsinga sé mikil­vægur. Eins og Frétta­blaðið greindi frá í gær þá undir­ritaði heil­brigðis­ráðu­neytið samning við bólu­efna­fram­leiðandann Jans­sen í gær og tryggði þar með bólu­efna­skammta fyrir 235 þúsund ein­stak­linga.

Í til­kynningu frá ráðu­neytinu í gær kemur að þegar var búið að undir­rita samninga við Pfizer um bólu­efni fyrir 85 þúsund ein­stak­linga og við Astra Zene­ca fyrir 115 þúsund ein­stak­linga. Sam­tals tryggja þessir þrír samningar þannig bólu­efni fyrir 435 þúsund manns.

Skammtar fyrir fimm þúsund ein­stak­linga af bólu­efni Pfizers eru þá væntan­legir til landsins fyrir ára­mót og er gert ráð fyrir að fyrstu ein­staklingar verði bólu­settir hér á landi um leið og efnið kemur.

Hér má sjá myndrænt yfirlit frá heilbrigðisráðuneytinu yfir stöðu samninga milli Íslands og bóluefnaframleiðenda.