Fimm­tán bar­átt­u­sam­tök fyr­ir jafn­rétt­i segj­a í yf­ir­lýs­ing­u að þögn Í­þrótt­a­sam­bands Ís­lands hvað varð­ar af­stöð­u Sund­sam­bands Ís­lands (SSÍ) að út­i­lok­a trans kon­ur úr af­reks­keppn­um sé „ógn­væn­leg“. Þau krefj­ast þess að SSÍ drag­i at­kvæð­i sitt til baka og ef það er ekki hægt að þá gefi þau út yf­ir­lýs­ing­u og biðj­i trans fólk af­sök­un­ar.

Auk þess er þess kraf­ist að auk­in verð­i fræðsl­a inn­an sam­bands­ins og að ÍSÍ for­dæm­i af­stöð­u SSÍ.

Í yf­ir­lýs­ing­u sam­tak­ann­a er mál­ið rek­ið en eins og greint hef­ur ver­ið ít­ar­leg­a frá þá sam­þykkt­i Al­þjóð­a­sund­sam­band­ið (FINA) nýj­ar regl­ur í síð­ast­a mán­uð­i sem bann­ar trans kon­um að kepp­a í kvenn­a­flokk­i á heims­meist­ar­a­mót­um í sund­grein­um. Sund­sam­band Ís­lands (SSÍ) kaus með regl­un­um.

Segja formanna SSÍ ljúga

Sam­tök­in bend­a á í yf­ir­lýs­ing­u sinn­i að eft­ir það hafi for­mað­ur SSÍ, Björn Sig­urðs­son, hald­ið því fram í við­tal­i við Kast­ljós að með þess­u at­kvæð­i væri SSÍ ekki að tala um eða við trans börn og kon­ur á Ís­land­i. Þett­a er hrein­leg­a ó­satt.

„Öll sem hafa æft í­þrótt­ir með þann draum að verð­a af­reks­í­þrótt­a­fólk vita að sá draum­ur byrj­ar á mjög ung­um aldr­i. Þeg­ar í­þrótt­a­fólk­i, hvort sem er börn­um, ung­ling­um eða full­orðn­um, er sagt á þau geti æft eins og þau vilj­a en að þau muni ekki vera vel­kom­in á af­reks­mót, þá er það mis­mun­un. Þett­a eru ná­kvæm­leg­a þau skil­a­boð sem SSÍ hef­ur sent trans sund­fólk­i á Ís­land­i, sér­stak­leg­a trans kon­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unn­i þar sem seg­ir að ef að þögn ÍSÍ og ann­arr­a í­þrótt­a­band­a­lag­a vari mik­ið leng­ur þá sé ekki hægt að túlk­a hana með öðr­um hætt­i en að þeim „finn­ist ekk­ert á­mæl­is­vert við þess­a að­för að rétt­ind­um trans fólks.“

Þögn sé sama og aðgerðaleysi

„Við get­um ekki sæst á að þett­a al­var­leg­a mál drukkn­i í þrúg­and­i þögn og að­gerð­a­leys­i. Við get­um ekki sæst á að í­þrótt­a­sam­fé­lag­ið láti eins og ekk­ert hafi gerst, láti eins og það sé eðl­i­legt að mis­mun­a ein­um sam­fé­lags­hóp á þenn­an af­drátt­ar­laus­a hátt,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unn­i og eru svo lagð­ar fram þrjár kröf­ur sem má sjá hér að neð­an:

  • Að SSÍ drag­i at­kvæð­i sitt til baka. Sé slíkt ekki hægt vegn­a tækn­i­legr­a at­rið­a krefj­umst við þess að sam­band­ið gefi út op­in­ber­leg­a yf­ir­lýs­ing­u þar sem það seg­ist ekki leng­ur geta stað­ið með at­kvæð­a­greiðsl­u sinn­i og bið­ur trans fólk af­sök­un­ar.
  • Að SSÍ lofi að tala fyr­ir inn­gild­ing­u og mann­rétt­ind­um í kom­and­i um­ræð­um og kosn­ing­um ann­arr­a nefnd­a (svo sem Ólymp­í­u­nefnd­ann­a, Evróp­u­sam­tak­a og á nor­ræn­um vett­vang­i), í stað þess að stand­a fyr­ir mis­mun­un og út­skúf­un.
  • Að Í­þrótt­a­sam­band Ís­lands for­dæm­i af­stöð­u SSÍ og taki op­in­ber­leg­a af­stöð­u með rétt­ind­um trans fólks, þar með tal­ið trans kvenn­a sem kepp­a í í­þrótt­um á af­reks­stig­i.

Fimmtán samtök skrifa undir yfirlýsinguna: Argafas, In­ter­sex Ísland, Femín­ista­fé­lag Há­skóla Íslands, Hinseg­in Vest­ur­land, Hinseg­in Aust­ur­land, Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Q - fé­lag hinseg­in stúd­enta, Tabú - Femín­ísk Fötl­un­ar­hreyf­ing, Trans Ísland, Rauða Regn­hlíf­in, Sam­tök­in 78, Slag­tog - Femín­ísk sjálfs­vörn, Stelp­ur Rokka, Styrm­ir Íþrótta­fé­lag, Öfgar.