Sölvi Tryggva­son hefur til­kynnt að hann hyggist hefja á nýjan leik hlað­varps­þátt sinn. Hann fjar­lægði alla þætti þess og dró sig í hlé fyrr á árinu eftir á­sakanir um kyn­ferðis­of­beldi á hendur honum af hálfu tveggja kvenna.

Nú hafa Her­mann Hreiðars­son knatt­spyrnu­maður og tón­listar­maðurinn Krummi Björg­vins­son farið þess á leit við Sölva að hann birti ekki við­töl við þá sem tekin voru upp í vor, áður en á­sakanirnar komu fram. Þetta kemur fram á Vísi.

Stundin hafði áður greint frá því að sjón­varps­maðurinn Bogi Ágústs­son hefði farið fram á slíkt hið sama.

Í sam­tali við Vísi segir Her­mann að hann hafi fyrst frétt af endur­komu hlað­varps Sölva í fjöl­miðlum. Hann hafi þá óskað eftir því að við­talið yrði ekki birt. Það sama segir Krummi, við­talið hafi verið tekið upp snemma á árinu og hann hafi haft sam­band við Sölva og beðið hann um að birta það ekki.