Bar­áttu­fólk fyrir bættri stað­reynda­vakt á inter­netinu vill að for­svars­menn Twitter og Snapchat beiti sér í sama mæli gegn öðru stjórn­mála­fólki líkt og gert hefur verið gagn­vart Donald Trump, Banda­ríkja­for­seta.

Fjallað er um skoðanir for­svars­manna þessara hópa í um­fjöllun bandaríska miðilsins Buzz­feed­News. Þar benda þeir meðal annars á að til séu ara­grúi af dæmum þar sem stjórn­mála­menn dreifi fals­fréttum og á­róðri, meðal annars til að ýta undir of­beldi gagn­vart minni­hluta­hópum.

Tekin eru dæmi um ind­verska stjórnar­flokkinn Bharati­ya Janata, sem sagður er í­trekað hafa dreift villandi upp­lýsingum og á­róðri sem beint er gegn múslímum á sam­fé­lags­miðlum.

Til­efnið er á­kvörðun for­svars­manna Twitter, sem á dögunum settu í fyrsta skiptið fyrir­vara á full­yrðingar Banda­ríkja­for­seta á miðlinum. Hafði Trump tíst að póst­at­kvæðum fylgdu kosninga­svik og birti Twitter þá merkingu þar sem fólk var hvatt til að kynna sér stað­reyndir um póst­at­kvæði.

„Það sem Twitter gerði við Trump er hvetjandi,“ hefur miðillinn eftir Baybars Ör­sek, stjórnanda al­þjóða­sam­taka sem berjast fyrir aukinni stað­reynda­vöktun á inter­netinu (e. International Fact-Checking Network). „En það er mikil­vægt að þessar stefnur nái fram að ganga á al­þjóða­vett­vangi.“

Dæmi eru um að Twitter hafi beitt sér gegn stjórn­mála­mönnum utan Banda­ríkjanna. Þannig setti miðillinn fyrir­vara á brasilíska stjórn­mála­manninn Osmar Terra í apríl. Terra hafði full­yrt að sótt­kví gæti aukið út­breiðslu kórónu­veirunnar. Þá eyddi miðillinn tveimur tístum brasilíska for­setans Jair Bol­sonaro, undir þeim for­merkjum að þar væru á ferð stað­lausir stafir um út­breiðslu vírussins.

Þrátt fyrir þetta segir bar­áttu­fólk fyrir aukinni stað­reynda­vakt á netinu ekki nóg gert. Ýmsar færslur, sem ekki séu á ensku sé þannig leyft að standa ó­á­reittar. Af­leiðingar þess segja þeir að megi meðal annars sjá í á­rásum á minni­hluta­hópa, meðal annars í Suður Súdan og í My­anmar.

„Við sjáum það frá fyrstu hendi í My­anmar hvernig það að leyfa vald­höfum að tjá sig með þessum hætti getur ollið dauða og erum gáttuð á því að Face­book geti haldið á­fram að rétt­læta slíkar færslur,“ er haft eftir Victoire Rio, bar­áttu­konu sem ein­beitt hefur sér að mál­efnum My­anmar. Hundruð þúsunda Ró­hingja dveljast nú í flótta­manna­búðum í ná­granna­ríkinu Bangla­dess vegna þjóð­ernis­hreinsana og á­rása yfir­valda.

Tíst Trump sem voru staðreyndavöktuð eru hér að neðan:

„Ég efast, til þess að vera hrein­skilinn“

Í um­fjöllun Buzz­feed News er tekið fram að þess háttar rit­skoðun sam­fé­lags­miðla geti reynst vand­kvæðum bundin og flóknari en sýnist við fyrstu sýn.

Þannig bendir Ör­sek á að á­kveði Twitter að setja sams­konar fyrir­vara við tíst stjórn­mála­manna í öðrum löndum, líkt og gert var við Trump, sé nauð­syn­legt að hugað sé að því hvaðan fyrir­vararnir komi. Í um­fjölluninni er bent á að með fyrir­vörum við tíst Trump hafi fylgt langur listi af stað­reynda­vakt banda­rískra tíma­rita, blaða­manna og stað­reynda­vaktara þar sem full­yrðingar Trump voru dregnar í efa.

„Ef þú ætlar að reiða þig á slíka fyrir­vara, verðuru að hafa í huga hlut­verk og skyldur þessara sam­taka í löndum þar sem leið­togar geta beitt sér gegn þeim eða þeim sjálf­stæðu blaða­mönnum sem stað­reynda­vakta þá,“ segir Ör­sek.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er einn fárra stjórnmálamanna utan Bandaríkjanna sem hefur verið staðreyndavaktaður.
Fréttablaðið/AFP

Eftir ára­raðir af því að berjast fyrir aukinni stað­reynda­vöktun er sumt bar­áttu­fólk von­svikið. Mann­réttinda­hópar í Sri Lanka hafa þannig í langan tíma þrýst á for­svars­menn Face­book um að taka niður efni þar sem kallað er eftir of­beldi gegn minni­hluta­hópum.

Yu­dhanja­ya Wi­jerat­ne, rit­höfundur og tals­maður fyrir stað­reynda­vöktun, segir tví­skinnung Face­book þegar kemur að stað­reynda­vöktun á ensku og öðrum tungu­málum aug­ljósan.

„Ég efast, til þess að vera hrein­skilinn. Bæði fyrir­tækin, Twitter og Face­book, grípa ekki til neinna að­gerða nema þetta sé banda­rískt mál, í banda­rískum fjöl­miðlum. Reynum ekki að láta eins og þessar að­gerðir séu ekki knúnar af þörf þeirra til þess að „líta vel út.“