Fyrr­verandi starfs­menn leik­skólans Sælu­kots á Þorra­götu í Reykja­vík hafa sent frá sér á­kall þar sem þess er krafist að leik­skólanum verði tafar­laust lokað eða gerðar rót­tækar breytingar á starfs­háttum hans.

Mannlíf hefur fjallað ítarlega um málið að undanförnu. Þá fjallaði mbl.is um málið í gærkvöldi.

Á­kall fyrr­verandi starfs­manna var stílað á barna­mála­ráð­herra, mennta- og menningar­mála­ráðu­neyti, Barna­vernd Reykja­víkur, vel­ferðar­svið borgarinnar, heil­brigðis­eftir­lit borgarinnar, Barna­verndar­stofu, Um­boðs­mann barna, Ríkis­lög­reglu­stjóra, Fé­lag leik­skóla­kennara og Eflingu.

„Börnin í hættu hvern dag“

Í bréfi fyrr­verandi starfs­manna, sem mbl.is fjallaði um, kemur fram að að­búnaði barna sem dvelja á leik­skólanum og starfs­manna sé veru­lega á­bóta­vant. „Við teljum að það geti ekki verið að rekstur leik­skólans standist lög. Eins og sakir standa lítum við svo á að börnin séu í hættu hvern dag.“

Bent er á það að skólinn sé rekinn af sam­tökum sem kallast Ananda Marga og kenna sig við húman­isma. „Stjórnunar­hættir byggjast á flestu öðru en húman­isma og gífur­leg starfs­manna­velta er til marks um það. Starfs­menn skólans eru margir út­lendingar sem tala litla sem enga ís­lensku, þekkja ekki sinn rétt á Ís­landi og geta því ekki brugðist við því ó­rétt­læti sem þeir eru beittir.“

Matur af skornum skammti

Í á­kallinu eru svo ýmis at­riði tíunduð, til dæmis að hlut­fall barna á hvern starfs­mann sé of hátt, starfs­menn séu einir með hóp af börnum og það komi fyrir að þau séu skilin eftir eftir­lits­laus þegar starfs­maður þarf að skipta á barni í öðru rými en börnin dvelja. Þá er full­yrt að allt of lítið rými sé fyrir börnin til að at­hafna sig og slysa­tíðni barna sé há vegna van­getu starfs­manna til að sinna þeim.

Fleiri at­riði eru tínd til, til dæmis sé matur fyrir börn og starfs­fólk oft af skornum skammti og eru börnin sögð fá mjólkur­af­urðir þó skólinn sé aug­lýstur vegan-leik­skóli. Þá kemur fram að hrein­læti sé á­bóta­vant og brotið sé á kjara­samningum starfs­manna.

Í á­kalli fyrr­verandi starfs­manna kemur fram að starfs­menn hafi frá árinu 2014 kvartað beint til við rekstrar­aðila skólans en lítið hafi breyst til batnaðar síðan þá.

Á­kall starfs­mannanna má lesa í heild sinni í frétt mbl.is frá því í gær­kvöldi.