Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, segir að sú undar­lega staða gæti komið upp eftir kosningar að samningar um ríkis­stjórnar­myndun og kjara­samnings­við­ræður falli saman eftir að for­sendu­nefnd ASÍ og SA komst að þeirri niður­stöðu að for­sendur kjara­samninga hafi ekki staðist. Hún segir það vilja verka­lýðs­hreyfingarinnar að samningar standi þrátt fyrir for­sendu­brest og telur vinnu­markaðinn síst þurfa á á­tökum og ó­vissu að halda.

„Þrjár for­sendur voru til grund­vallar lífs­kjara­samningunum, lækkun vaxta, aukinn kaup­máttur og að stjórn­völd myndu standa við sínar yfir­lýsingar. Nú er ljóst að stjórn­völd hafa ekki staðið við yfir­lýsingar í tengslum við kjara­samninga og því hafa for­sendur ekki staðist,“ segir Drífa í reglu­legum föstu­dags­pistli sínum.

Hún segir að nú ræði samninga­nefndir ASÍ og SA saman en bendir á að hvor aðili um sig geti sagt upp samningunum fyrir kl. 16 þann 30. septem­ber.

„Í kjara­samningunum sem voru undir­ritaðir vorið 2019 skipti að­koma ríkis­stjórnarinnar sköpum. Á spýtunni héngu skatta­breytingar, barna­bætur, fæðingar­or­lofið, hús­næðis­mál, um­gjörð vinnu­markaðarins, vextir og lána­mál auk líf­eyris­mála svo eitt­hvað sé nefnt. Það er rík hefð fyrir því að fara í þrí­hliða við­ræður enda skiptir öllu máli fyrir dag­legt líf launa­fólks hvaða á­kvarðanir stjórn­völd taka á hverjum tíma. Kjara­bætur geta komið í ýmsum myndum og þegar reynir á skiptir öllu að við séum með traust heil­brigðis­kerfi og al­manna­trygginga­kerfi,“ segir Drífa.

Hún segir það enga til­viljun að ASÍ hafi beitt sér í kosninga­bar­áttunni og segir nýrri ríkis­stjórn bíða stór verk­efni.

Pistilinn er hægt að lesa hér í heild sinni.