Að­stand­endur banda­rísku blaða­konunnar Ali­son Parker, sem var skotin til bana í beinni sjón­varps­út­sendingu í Virginíu árið 2015, hafa farið þess á leit að Sam­keppnis- og neyt­enda­stofa Banda­ríkjanna (e. FTC) grípi til að­gerða gegn Face­book.

Á­stæðan er sú að frá því að hinn vo­veif­legi at­burður átti sér stað, þar sem fyrr­verandi sam­starfs­maður Ali­son skaut hana og töku­mann hennar, Adam Ward, til bana hefur mynd­band af at­vikinu verið að­gengi­legt á Face­book.

AP-frétta­stofan greinir frá þessu en beiðnin var lögð fram í gær af að­stand­endum Ali­son og lög­mönnum þeirra.

FTC ber engin skylda til að taka málið til skoðunar en faðir Ali­son, Andy Parker, segist vonast til þess að nýr for­stjóri stofnunarinnar, Lina Khan, geri það. Þá segir hann að mark­miðið sé einnig að vekja at­hygli banda­ríska þingsins á málinu.

Hann er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að skýla sér á bak við á­kvæði um tjáningar­frelsið þegar mynd­bönd af of­beldis­verkum – og í þessu til­felli morðum – eru annars vegar.

„Þessi fyrir­tæki (sam­fé­lags­miðlar og net­fyrir­tæki) hafa getuna til að fjar­lægja efnið en gera það ekki þar sem það skapar þeim tekjur,“ sagði hann við CNN á dögunum.