Dóms­mála­ráðu­neyti Banda­ríkjanna hefur óskað eftir því við hæsti­réttur Banda­ríkjanna fari aftur yfir á­kvörðun á­frýjunar­dóm­stóls um að ó­gilda dauða­dóm yfir Dz­hokhar Tsarna­ev sem stóð á­samt bróður sínum, Tarmerlan, að sprengju­á­rásinni í Boston-mara­þoninu árið 2013 þar sem þrír létust og hundruð særðust.

„Okkar von er að þetta muni leiða til þess að upp­runa­legi dómurinn verði tekinn upp á ný og forðast að halda ný réttar­höld þegar kemur að dauða­refsingunni,“ sagði al­ríkis­sak­sóknarinn Andrew Lelling í yfir­lýsingu í gær um málið en CNN greinir frá.

Lelling sagði marga hafa haldið því fram að það myndi ekki fæla aðra frá glæpum með því að taka Tsarna­ev af lífi en hann sagði málið ekki snúast um fælingar­mátt. „Þetta snýst um rétt­læti,“ sagði hann og bætti við að glæpir hans væru það al­var­legir að hann væri einn af fáum sem ætti skilið dauða­refsinguna.

Mun aldrei losna úr fangelsi

Tarmerlan lést í skot­bar­daga við lög­reglu nokkrum dögum eftir sprengju­á­rásina í apríl 2013 en Tsarna­ev var hand­tekinn eftir mikla leit og var árið 2015 dæmdur til dauða vegna á­rásarinnar og að hafa myrt lög­reglu­mann meðan hann var á flótta undan lög­reglunni. Tsarna­ev var að­eins ní­tján ára þegar á­rásin átti sér stað en bróðir hans var 26.

Á­frýjunar­dóm­stóllinn snéri í síðasta mánuði sak­fellingu Tsarna­ev við í þremur brota­liðum af fimm en dóm­stóllinn komst að þeirri niður­stöðu að nauð­syn­legt væri að á­kvarða refsingu hans að nýju. Lög­menn hans höfðu þá fært rök fyrir því að réttar­höldin hafi farið fram í Boston stuttu eftir á­rásina og því hafi hann ekki fengið sann­gjörn réttar­höld.

Þrátt fyrir að hafa ó­gilt dauða­refsinguna tóku dómarar við á­frýjunar­dóm­stólsins skýrt fram að Tsar­neav myndi aldrei losna úr fangelsi. „Eina spurningin sem eftir stendur er hvort ríkið muni binda enda á líf hans með af­töku.“