Bæjarmálafélagið Framtíðin vill byggja að minnsta kosti 120 nýjar íbúðir í miðbæ Seltjarnarness.
Framtíðin vill skoða að setja leikskólareitinn í miðbæ bæjarins í einkaframkvæmd og blanda honum við íbúðabyggð.
Þá vill félagið einkarekinn leikskóla.
Þetta kemur fram í Tímavélinni, blaði Framtíðarinnar sem dreift verður um helgina, en Fréttablaðið hefur undir höndum.
Karl Pétur Jónsson, oddviti listans, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið.
„Við teljum tækifæri til að fjölga íbúum á Seltjarnarnesi. Fleiri vilja búa hér en fá, og við viljum svara eftirspurn með nútímalegri byggð.“