Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í dag að hann ætli á landsfundi flokksins í október að sækjast eftir embætti ritara flokksins.

Hann er sá þriðji sem tilkynnir um slíkt framboð en Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi flokksins tilkynnti einnig um framboð á föstudag.

Helgi Áss Grétarsson er varaborgarfulltrúi.

Fyrir það hafði Bryndís Haraldsdóttir þingkona flokksins tilkynnt um framboð.

Vilhjálmur sagði í Silfrinu í dag að hann vildi bjóða sig fram í embættið og vinna í þágu flokksmanna.