Vilhjálmur og Katrín, hertoginn og hertogaynjan af Cambridge óskuðu Elísabetu II Englandsdrottningu og föðurömmu Vilhjálms til hamingju með afmælið á Twitter. Drottningin fagnar 96 ára afmæli sínu í dag.

Í Twitter færslunni segja þau að drottning sé „innblástur fyrir svo marga um Bretland, samveldið og heiminn.“ Þau deildu einnig mynd af drottningunni og Filippusi prins með sjö af barnabörnum þeirra.

Elísabet Englandsdrottning, lengst ríkjandi þjóðhöfðingi Bretlands, ætlar að eyða afmælisdeginum í sumarhúsi í Sandringham, sem var í sérstöku uppáhaldi hjá Filippusi prins sem nýlega er látinn.

Hún mun fljúga þangað með þyrlu.

Windsor-kastali sendi frá sér nýja mynd í tilefni dagsins sem sýnir drottninguna með tvo hesta og endurspeglar ævilangan áhuga hennar á hestum.