Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gekk út af fundi sínum með ríkisstjórninni og aðilum vinnu­markaðarins í stjórnar­ráðinu nú laust fyrir há­degi. Hann vildi ekki tjá sig um á­stæður þess en viður­kenndi þó að hafa orðið ó­sáttur. 

„No comment," sagði Vil­hjálmur í sam­tali við Frétta­blaðið. 

Ertu ó­sáttur við til­lögurnar? „Ég gekk útaf fundinum svo ég held það sé nokkuð ljóst. En aftur, bara no comment," svaraði Vil­hjálmur. 

Fundurinn hófst að loknum ríkis­stjórnar­fundi um klukkan 11 í morgun, þar sem stjórnvöld kynntu aðgerðir sínar í kjaradeilu SA og vinnumarkaðarins, og hvernig þau hygðust liðka fyrir gerð kjarasamninga. 

Ekki hafa fengist upp­lýsingar um eðli til­lagnanna, en að öllu óbreyttu er næsti sáttafundur boðaður á fimmtudag. Þá mun ráðast hvort nýjasta útspil stjórnvalda muni duga til áframhaldandi viðræðna stéttarfélaganna fjögurra, VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur, við Samtök atvinnulífsins. 

Tæpir tveir mánuðir eru frá því að fjögur verkalýðsfélög vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. Samtök atvinnulífsins (SA) höfnuðu á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudaginn gagntilboði VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Í gagntilboðinu var komið til móts við tilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og noti skattkerfið til að auka ráðstöfunartekjur.