Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í þriðja sæti eða ofar í prófkjöri flkksins í Suðurvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vilhjálmi á Facebook.
„Ég bið um þriðja sætið eða ofar í prófkjörinu. Enn á ný er boðið upp í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurvesturkjördæmi. Mér hefur vegnað vel í tveimur prófkjörum, lent í fjórða sæti bæði skiptin. Það hefur dugað til þingmennsku,“ skrifar Vilhjálmur á Facebook.
„Hið síðara sinn var ég færður niður um sæti. Í kosningunum 2017 dugði 5. sætið ekki til þingsæti. Ég bið um stuðning til þriðja sætis eða ofar! Ég mun kynna mig vel á næstu vikum,“ skrifar Vilhjálmur enn fremur.
Hann birtir jafnframt mynd af sér með færslunni þar sem farið er yfir þekkingu hans.