Dómsmál

Vildi þyngja fiskinn en endaði með úldið dýrafóður

Hinn illþefjandi fiskur endaði að mestu í dýrafóðri. Fréttablaðið/GVA

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í síðustu viku frá dómi máli fiskvinnslufyrirtækisins Tor ehf. á hendur Kötlu matvælaiðju ehf. Forsvarsmenn Tors stefndu Kötlu til greiðslu ríflega 14 milljóna króna í bætur vegna tjóns sem fiskvinnslan hefði orðið fyrir vegna „hjálparefnis“ sem keypt var hjá Kötlu árið 2014. Hjálparefni þessu, N242, var ætlað að þyngja fiskinn sem Tor hugðist selja kaupendum erlendis. Framkvæmdastjóri Tors fullyrti fyrir dómi að slíkt væri gert í samráði við kaupendur.

Fyrsta framleiðsla Tors með efninu frá Kötlu var send til Englands í nóvember 2014 en kaupandinn, Seafood Holdings, neitaði að taka við vörunni þar sem hún væri óhæf til neyslu. Kvartaði kaupandinn yfir megnri ammoníakslykt af fiskinum.

Tjónið hafi numið milljónum og Seafood Holdings dregið verulega úr viðskiptum sínum við Tor í kjölfarið. Tor taldi ljóst að efnið sem Katla seldi þeim til að þyngja fiskinn hefði verið gallað.

Forsvarsmenn Kötlu bentu á að fráleitt væri að kenna þeim um tjónið og veltu fyrir sér hvort aðrar skýringar væru á: „Stefnanda [Tor, innsk. blm.] hafi auðvitað verið vandkvæðalaust að skýra hinum erlenda viðskiptaaðila, sem hann kveðst hafa átt í viðskiptum við í um tvö ár, frá því að stefnandi hefði þarna notað hjálparefni frá öðrum birgi en áður og að eftirleiðis yrði notað sama hjálparefni og fyrr hefði verið notað, nema ef vera skyldi að stefnandi hafi haldið því leyndu fyrir hinum erlenda viðskiptaaðila að hann væri að nota slíkt hjálparefni í fiskinn og hinn erlendi aðili brugðist ókvæða við er upplýst hafi verið um það.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Fangelsisdómar í Icelandairmáli

Dómsmál

Sé bara einn uppvís að því að halla réttu máli

Dómsmál

Braut gegn skólasystur

Auglýsing

Nýjast

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing