Karl­maður sem hand­tekinn var gær eftir að hafa sært tíu í hnífa­á­rás í Tókýó sagði lög­reglunni að hann hafi orðið reiður þegar hann sá konur sem virtust hamingju­samar og að hann hafi viljað drepa þær.

Ein kona er sögð í mikið slösuð en hinar níu með minni á­verka. Níu voru flutt á slysa­deild.

Karl­maðurinn, sem er 26 ára, réðst að far­þegum í lest nærri Seijoga­kuen stöðinni. Al­var­legir glæpir eru sjald­gæfir í Japan auk þess sem miklar öryggis­ráð­stafanir eru í Tókýó þar sem Ólympíu­leikarnir fara fram um þessar mundir.

Flúði vettvang

Lestar­stjórinn fór með lestina á neyðar­stopp eftir að hann heyrði læti innan úr lestinni.

Maðurinn stökk úr lestinni og flúði af vett­vangi. Hann gekk síðar um kvöldið inn í mat­vöru­verslun og sagðist vera maðurinn sem leitað væri að og væri þreyttur á því að vera á flótta.

Greint er frá á BBC.