Bene­dikt Jóhannes­son, fyrr­verandi for­maður Við­reisnar og fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herra, greinir frá því að sér hafi verið boðið neðsta sætið á lista flokksins fyrir Al­þingis­kosningar. Hann hafnaði boðinu.

„Síðast­liðið haust lýsti ég því yfir að ég gæfi kost á mér í odd­vita­sæti á ein­hverjum lista Við­reisnar á Suð­vestur­horninu,“ skrifar Bene­dikt á Face­book. Vitnar hann því næst í orð sín úr fram­boð­stil­kynningu.

Segir Bene­dikt að fljót­lega hafi verið ljóst að fleiri vildu sitja í efstu sætum en sætin hafi verið. „Ég taldi að í flokki sem legði á­herslu á opið og gagn­sætt ferli væri eðli­legast að efna til próf­kjörs, þegar margir sæktust eftir að leiða lista. Ég lagði það til. Reykja­víkur­ráð flokksins valdi annan kost og upp­stillingar­nefnd valin. Hún hefur verið að störfum frá því í byrjun febrúar.“

Bene­dikt segir að Þor­steinn Páls­son, for­maður upp­stillingar­nefndar, hafi boðið sér að hitta sig síðast­liðinn þriðju­dag. „Á fundi okkar sagði hann mér, að það væri ein­róma niður­staða nefndarinnar að bjóða mér neðsta sæti listans. Af aug­ljósum á­stæðum af­þakkaði ég það.“

Hann segir því ljóst að út­séð sé um að hann verði í fram­boði fyrir Við­reisn. „En ég held á­fram í pólitík og styð nú sem fyrr grunn­stefnu Við­reisnar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir ein­beitta, frjáls­lynda rödd í sam­fé­laginu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja.“