Lög­reglan á höfuð­­borgar­­svæðinu fékk til­­­kynningu um um­­­ferðar­­slys upp úr klukkan sex í gær. Bíll hafði bakkað á mann sem var að ganga yfir götu.

Maðurinn vildi enga að­­stoð þiggja né leita til Bráða­­mót­töku, þrátt fyrir að finna til í öllum líkamanum. Hann sagði meiðslin eftir líkams­­á­rás sem hann varð fyrir skömmu áður.

Þetta kemur fram í til­­­kynningu frá lög­­reglu.

Bíll ók á mann á raf­­­magns­­hlaupa­hjóli í gær­­kvöld. Engin slys urðu á fólki en er bif­­reiðin tölu­vert skemmd og hjólið líka.

Laust fyrir klukkan hálf tíu í gær­­kvöld barst til­­­kynning um ofur­­ölvi konu sem lá sofandi í aftur­­­sæti bíls þar sem aftur­­hurð bílsins var opin.

Lög­reglan vakti konuna sem kvaðst ekkert kannast við bílinn. Þá vildi hún ekki gefa upp per­­sónu­­upp­­­lýsingar og var því færð á lög­­reglu­­stöð. Þar gaf konan að lokum upp nafn sitt og kenni­­tölu og var í kjöl­farið látin laus.

Þá voru þrír öku­­menn stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur.