Eitthvað var um að vera í nótt samkvæmt dagbók lögreglu. Starfsmenn hótels óskuðu eftir aðstoð lögreglu vegna mann sem neitaði að greiða fyrir vín sem hann hafði drukkið. Að sögn lögreglu var maðurinn ofurölvi og var jafnframt fjarlægður af lögreglu og gistir fangageymslur. Um miðnætti barst lögreglu tilkynning um tvo menn á gangi með kylfur. Mennirnir fundust ekki þrátt fyrir leit ein aðeins ein tilkynning barst um mennina tvo.

Umferðaróhapp varð í vesturbænum klukkan eitt í nótt. Önnur bifreiðin í árekstrinum var metin óökufær en engin slys urðu á fólki. Þá var ölvaður ökumaður handtekinn í miðbænum og hafði að sögn lögreglu valdið minniháttar tjóni. Annar ökumaður sömuleiðis stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Þá kom í ljós að ökumaður var einnig réttindalaus.

Þess er getið einnig getið að nokkrar tilkynningar bárust um slagsmál og ólæti sem lögreglan sinnti. Listin yfir atvik gærkvöldsins er þó sagður ekki vera tæmandi og því gætu fleiri fréttir af gærkvöldinu komið seinna í dag.