Þór­ólfur Guðna­son lagði til að Ís­lendingar yrðu skikkaðir í skimun fyrir CO­VID-19 á landa­mærunum. Ekki var farið að til­lögum hans.

Í minnis­blaði sótt­varna­læknis segir Þór­ólfur að mark­miðið með til­lögunni sé að lág­marka á­hættu á smiti innan­lans frá Ís­lendingum. Flest smit sem greinast hér á landi eru rakin til Ís­lendinga sem ný­komnir eru til landsins.

„Um 20% far­þega eru nú með ís­lenskar kenni­tölur þannig að dag­legur fjöldi í þessum hópi er um 1.000 manns. Sótt­varna­læknir hefur komið fram
með þau skila­boð að þeir far­þegar sem eru með víð­tækt tengsla­net hér á landi fari var­lega fyrsu vikuna eftir heim­komu og fari í sýna­töku verði ein­kenna vart sem bent geta til CO­VID-19.“

Segir Þór­ólfur að ef ekki sé talið fram­kvæman­legt að skikka Ís­lendinga í sýna­töku ætti að hvetja þá til að fara í sýna­töku innan­lands eins fljótt og auðið er eftir heim­komu.

Katrín sagði til­lögu Þór­ólfs í morgun ganga gegn jafn­ræðis­reglunni. „Ekki alveg, að því leytinu til að krafan um PCR eða hrað­próf er í fullu sam­ræmi við til­lögur sótt­varnar­læknis, svo leggur heil­brigðis­ráð­herra það til að það séu al­menn til­mæli til þeirra sem eru bú­settir hér á landi að mæta í skimun innan 24 tíma, sótt­varnar­læknir leggur til að það sé skylda en þá erum við farin að ganga á jafn­ræðis­regluna,“ segir Katrín.