Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi, gefur kost á sér til að leiða lista Pírata í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum.

Álfheiður er fædd á Höfn í Hornafirði en er nú búsett á Selfossi og hefur tekið þátt í sveitarstjórnarmálum þar. Hún er menntaður stjórnmálafræðingur, situr í stjórn RARIK og hefur m.a. starfað sem embættismaður hjá Reykjavíkurborg og rekið eigin fiskverkunar- og úflutningsfyrirtæki.

Álheiður settist á þing sem varaþingmaður Pírata í mars, apríl og nóvember 2018, febrúar, mars og október 2019 og maí 2020.

Smári McCarthy er oddviti Pírata í kjördæminu en gefur ekki aftur kost á sér fyrir Alþingiskosningarnar í haust.