Tvær konur og einn karl­maður hafa verið úr­skurðuð í viku­langt gæslu­varð­hald vegna mann­dráps á Ólafs­firði. Héraðs­dómur Norður­lands eystra stað­festi úr­skurðinn fyrr í kvöld.

Karl­maður á fimm­tugs­aldri lést af stungu­á­verkum og voru fjórir hand­teknir í að­gerðum lög­reglunnar í nótt, fyrr í kvöld krafðist lög­reglan gæslu­varð­halds á þremur ein­stak­lingum.

Ríkis­út­varpið greinir fyrst frá en þar segir að úr­skurðurinn sé í sam­ræmi við það sem lög­regla fór fram á.

Arn­fríður Gígja Arn­gríms­dóttir, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn í rann­sóknar­deild, segir lög­reglu vera með skýra mynd á því sem átti sér stað. Rann­sóknin er á frum­stigi og miðar hún að því að upp­lýsa máls­at­vik.

Lög­reglu barst til­kynning á þriðja tímanum síðustu nótt þar sem óskað var eftir að­stoð vegna manns sem hafði verið stunginn með egg­vopni.

Þegar fyrstu lög­­reglu­­mennirnir komu á vett­vang, voru endur­­líf­gunar­til­raunir hafnar á manninum sem var með á­­verka. Læknir og sjúkra­flutninga­­menn komu einnig á vett­vang en endur­­líf­gunar­til­raunir báru ekki árangur og var maðurinn úr­­­skurðaður látinn á vett­vangi.

Auk hins látna var einn aðili á vett­vangi með á­verka og var hann fluttur á sjúkra­hús þar sem hann fékk að­hlynningu.