Erlent

Viggo Mor­ten­sen biðst af­sökunar á að hafa sagt N-orðið

Danska leikaranum Viggo Mortensen varð á í pallborði fyrr í vikunni.

Viggo Mortensen og mótleikari hans, Mahershala Ali.

Danski leikarinn og Íslandsvinurinn Viggo Mortensen hefur beðist formlegrar afsökunar fyrir að segja N-orðið í pallborðsumræðum á miðvikudagskvöld.

Mortensen var í pallborðinu til að kynna nýja kvikmynd sem hann fer með eitt aðalhlutverka í, myndin Green Book. Myndin gerist á sjöunda áratug síðustu aldar og fjallar um hvítan einkabílstjóra (Mortensen), sem ekur um Suðurríki Bandaríkjanna með svörtum píanóleikara (Mahershala Ali).

Mortensen segir í afsökunarbeiðni sinni að hann hafi látið orðið falla í samhengi við breytta tíma, og að það hafði verið algengt í notkun á þeim tíma sem kvikmyndin gerist í. „Til dæmis segir engin negri lengur,“ eru orðin sem Mortensen á að hafa látið falla.

Segir Mortensen jafnframt að tilætlunin hafi í raun verið að tala gegn rasisma. „Ég hef engan rétt til þess einu sinni að ímynda mér hversu sársaukafullt það hlítur að vera að heyra þetta orð í hverskonar samhengi, sér í lagi frá hvítum karlmanni,“ segir leikarinn danski. „Ég nota þetta orð hvorki í einrúmi né á almannafæri. Ég sé mjög eftir því að hafa sagt orðið, og mun ekki gera það aftur.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Klám­mynda­leik­kona vill verða ríkis­stjóri

Sambía

Banna orku­drykk sem veldur stinningu

Nýja Sjáland

Ný­sjá­lendingar herða vopna­lög­gjöf

Auglýsing

Nýjast

Tveir teknir með fölsuð skilríki í Norrænu

Al­menningur ekki varinn með inn­flutnings­banni

„Plebba­skapur ein­stakra þing­manna“ þekki engin tak­mörk

For­dæma mútur skóla­stjórn­enda með pizzum

Bein út­sending: Aðal­fundur Isavia

Flytja í eigin í­búða­kjarna: „Ég mun sakna mömmu“

Auglýsing