Erlent

Viggo Mor­ten­sen biðst af­sökunar á að hafa sagt N-orðið

Danska leikaranum Viggo Mortensen varð á í pallborði fyrr í vikunni.

Viggo Mortensen og mótleikari hans, Mahershala Ali.

Danski leikarinn og Íslandsvinurinn Viggo Mortensen hefur beðist formlegrar afsökunar fyrir að segja N-orðið í pallborðsumræðum á miðvikudagskvöld.

Mortensen var í pallborðinu til að kynna nýja kvikmynd sem hann fer með eitt aðalhlutverka í, myndin Green Book. Myndin gerist á sjöunda áratug síðustu aldar og fjallar um hvítan einkabílstjóra (Mortensen), sem ekur um Suðurríki Bandaríkjanna með svörtum píanóleikara (Mahershala Ali).

Mortensen segir í afsökunarbeiðni sinni að hann hafi látið orðið falla í samhengi við breytta tíma, og að það hafði verið algengt í notkun á þeim tíma sem kvikmyndin gerist í. „Til dæmis segir engin negri lengur,“ eru orðin sem Mortensen á að hafa látið falla.

Segir Mortensen jafnframt að tilætlunin hafi í raun verið að tala gegn rasisma. „Ég hef engan rétt til þess einu sinni að ímynda mér hversu sársaukafullt það hlítur að vera að heyra þetta orð í hverskonar samhengi, sér í lagi frá hvítum karlmanni,“ segir leikarinn danski. „Ég nota þetta orð hvorki í einrúmi né á almannafæri. Ég sé mjög eftir því að hafa sagt orðið, og mun ekki gera það aftur.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Erlent

Ósáttir stóðu vörð um stjórn Theresu May

Bretland

May stóð af sér vantraust

Auglýsing

Nýjast

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Auglýsing