„Ég náði því mark­miði mínu að fella þennan meiri­hluta og ég er stolt af því,“ segir Vig­dís Hauks­dóttir, frá­farandi borgar­full­trúi Mið­flokksins í borginni.

Hún segir skrýtið að Stefán Páls­son „sagn­fræðingur og sögu­maður“ eins og hún kallar hann í sam­tali við Frétta­blaðið, „sparki í mig“ nú þegar Vig­dís sé hætt í pólitík.

„Ég má aug­ljós­lega hvorki vera né fara.“

Stefán Páls­son sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í gær að á­greiningur innan flokka hins fallna meiri­hluta í borginni hefði betur verið leystur fyrir opnum tjöldum en í bak­her­bergjum. Ein á­stæða þessa hefði senni­lega verið djöful­gangurinn í Vig­dísi Hauks.

Vig­dís kann því ekki illa að henni sé þakkað að hafa fellt meiri­hlutann undir for­ystu Dags B. Eggerts­sonar.

„Mér tókst að fella meiri­hlutann með minni gagn­rýni, upp­ljóstrunum og á­bendingum um fjár­hags­stöðu borgarinnar og fleira. Ég vil meina að mál­flutningur minn hafi skilað því að meiri­hlutinn féll en að kenna mér um að ó­sam­ræmi flokkanna hafi ekki verið gert opin­bert, það er náttúr­lega hlægi­legt,“ segir Vig­dís.

Hún segir greini­legt að Stefán sé í miklu sárum yfir slöku gengi VG í kosningunum.