Vig­dís Hauks­dóttir, frá­farandi borgar­full­trúi, er hissa á að Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir hjá Við­reisn og Dóra Björt Einars­dóttir Pírati hafi leyft Degi B. Eggerts­syni að „líma þær tvær á sig“ eins og hún orðar það.

„Ég held þetta sé valda­græðgi hjá Þór­dísi Lóu þegar hún hefði betur viður­kennt ó­sigur sinn og haldið sér til hlés,“ segir Vig­dís.

Vig­dís segir að með þessu her­bragði hafi Degi tekist að gera öðrum flokkum erfiðara fyrir hvað varðar myndun nýs meiri­hluta í borginni.

„Sá meiri­hluti sem mér myndi hugnast mér best er meiri­hluti Fram­sóknar­flokks, Sjálf­stæðis­flokks, Flokks fólksins og Við­reisnar, ef Þór­dís Lóa nær að slíta sig frá banda­laginu.“

Annar kostur sem Vig­dís nefnir er 10 manna meiri­hluti sjálf­stæðis­manna og fram­sóknar­manna sem hugsan­lega gæti orðið studdur með hlut­leysi sósíal­ista ef þeir fengju á­herslur í staðinn. Erfitt sé að greina flokkana nú orðið eftir hug­tökum um vinstri eða hægri.